Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar 2. nóvember 2024 13:33 Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Fyrirsagnir dagblaðanna tóku gjarnan sérstaklega fram að unglingar hefðu staðið að atvikum, með tilvísanir á borð við: „Unglingar veittust að manni“ eða „Unglingar handteknir vegna skemmdarverka.“ Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu. Sem barn var ég skíthræddur við unglinga og forðaðist þá eins og ég gat; ég tók stórar krókaleiðir framhjá sjoppum og öðrum stöðum þar sem unglingar héldu sig. Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig. Ég var líka Hlemmari og pönkari. Ég verð að viðurkenna að ég varð ekki var við mikið óheilbrigði meðal unglinga almennt. Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum. Árið 1981 fór blaðamaður Vikunnar á stúfana, til að rannsaka hið meinta unglingavandamál, og fór á rúntinn á Hallærisplaninu. Þetta vandamál hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi, þar sem margir höfðu miklar áhyggjur af því hvernig þessi kynslóð – sem myndi erfa landið – myndi takast á við framtíðina. Ekki síst olli fólki áhyggjum hversu lélega íslensku unglingarnir töluðu. Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. „Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,“ sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík. Nú erum við, sem voru unglingar á þessum tíma, orðin fullorðin og jafnvel ríflega það. Unglingavandamálið er að mestu horfið, og unglingadrykkja hefur skánað mikið. Flestir þessara „vandræðaunglinga“ hafa staðið sig vel í lífinu – meira að segja ég; Jónsi pönk er á leiðinni á þing. Það var heldur aldrei raunverulegt unglingavandamál; þetta var ekki okkur að kenna heldur var okkur kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Við vorum bara þjóðfélagshópur sem lá vel við höggi. Þegar ríkið og sveitarfélögin tóku til í þessum málum, batnaði ástandið sjálfkrafa. Í dag eru unglingar ekki jaðarsettir, heldur virkir samfélagsþátttakendur – afreksfólk í námi, íþróttum, nýsköpun og mikilvægum samfélagsverkefnum á borð við vitundarvakningu um loftslagsbreytingar. Nú er nýtt „vandamál“ komið upp, og það minnir mig um margt á gamla „unglingavandann.“ Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál.“ Þessi „útlendingavandi“ lítur út eins og unglingavandinn forðum og við getum leyst hann á sama hátt: Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrirViðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Innflytjendamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jón Gnarr Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Fyrirsagnir dagblaðanna tóku gjarnan sérstaklega fram að unglingar hefðu staðið að atvikum, með tilvísanir á borð við: „Unglingar veittust að manni“ eða „Unglingar handteknir vegna skemmdarverka.“ Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu. Sem barn var ég skíthræddur við unglinga og forðaðist þá eins og ég gat; ég tók stórar krókaleiðir framhjá sjoppum og öðrum stöðum þar sem unglingar héldu sig. Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig. Ég var líka Hlemmari og pönkari. Ég verð að viðurkenna að ég varð ekki var við mikið óheilbrigði meðal unglinga almennt. Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum. Árið 1981 fór blaðamaður Vikunnar á stúfana, til að rannsaka hið meinta unglingavandamál, og fór á rúntinn á Hallærisplaninu. Þetta vandamál hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi, þar sem margir höfðu miklar áhyggjur af því hvernig þessi kynslóð – sem myndi erfa landið – myndi takast á við framtíðina. Ekki síst olli fólki áhyggjum hversu lélega íslensku unglingarnir töluðu. Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. „Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,“ sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík. Nú erum við, sem voru unglingar á þessum tíma, orðin fullorðin og jafnvel ríflega það. Unglingavandamálið er að mestu horfið, og unglingadrykkja hefur skánað mikið. Flestir þessara „vandræðaunglinga“ hafa staðið sig vel í lífinu – meira að segja ég; Jónsi pönk er á leiðinni á þing. Það var heldur aldrei raunverulegt unglingavandamál; þetta var ekki okkur að kenna heldur var okkur kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Við vorum bara þjóðfélagshópur sem lá vel við höggi. Þegar ríkið og sveitarfélögin tóku til í þessum málum, batnaði ástandið sjálfkrafa. Í dag eru unglingar ekki jaðarsettir, heldur virkir samfélagsþátttakendur – afreksfólk í námi, íþróttum, nýsköpun og mikilvægum samfélagsverkefnum á borð við vitundarvakningu um loftslagsbreytingar. Nú er nýtt „vandamál“ komið upp, og það minnir mig um margt á gamla „unglingavandann.“ Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál.“ Þessi „útlendingavandi“ lítur út eins og unglingavandinn forðum og við getum leyst hann á sama hátt: Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrirViðreisn í komandi alþingiskosningum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun