Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar 2. nóvember 2024 13:33 Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Fyrirsagnir dagblaðanna tóku gjarnan sérstaklega fram að unglingar hefðu staðið að atvikum, með tilvísanir á borð við: „Unglingar veittust að manni“ eða „Unglingar handteknir vegna skemmdarverka.“ Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu. Sem barn var ég skíthræddur við unglinga og forðaðist þá eins og ég gat; ég tók stórar krókaleiðir framhjá sjoppum og öðrum stöðum þar sem unglingar héldu sig. Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig. Ég var líka Hlemmari og pönkari. Ég verð að viðurkenna að ég varð ekki var við mikið óheilbrigði meðal unglinga almennt. Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum. Árið 1981 fór blaðamaður Vikunnar á stúfana, til að rannsaka hið meinta unglingavandamál, og fór á rúntinn á Hallærisplaninu. Þetta vandamál hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi, þar sem margir höfðu miklar áhyggjur af því hvernig þessi kynslóð – sem myndi erfa landið – myndi takast á við framtíðina. Ekki síst olli fólki áhyggjum hversu lélega íslensku unglingarnir töluðu. Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. „Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,“ sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík. Nú erum við, sem voru unglingar á þessum tíma, orðin fullorðin og jafnvel ríflega það. Unglingavandamálið er að mestu horfið, og unglingadrykkja hefur skánað mikið. Flestir þessara „vandræðaunglinga“ hafa staðið sig vel í lífinu – meira að segja ég; Jónsi pönk er á leiðinni á þing. Það var heldur aldrei raunverulegt unglingavandamál; þetta var ekki okkur að kenna heldur var okkur kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Við vorum bara þjóðfélagshópur sem lá vel við höggi. Þegar ríkið og sveitarfélögin tóku til í þessum málum, batnaði ástandið sjálfkrafa. Í dag eru unglingar ekki jaðarsettir, heldur virkir samfélagsþátttakendur – afreksfólk í námi, íþróttum, nýsköpun og mikilvægum samfélagsverkefnum á borð við vitundarvakningu um loftslagsbreytingar. Nú er nýtt „vandamál“ komið upp, og það minnir mig um margt á gamla „unglingavandann.“ Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál.“ Þessi „útlendingavandi“ lítur út eins og unglingavandinn forðum og við getum leyst hann á sama hátt: Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrirViðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Innflytjendamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Jón Gnarr Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda. Fyrirsagnir dagblaðanna tóku gjarnan sérstaklega fram að unglingar hefðu staðið að atvikum, með tilvísanir á borð við: „Unglingar veittust að manni“ eða „Unglingar handteknir vegna skemmdarverka.“ Stundum dugði að lögreglan grunaði unglinga til að fylla fyrirsagnir – til dæmis ef kókflaska fannst á vettvangi – og þannig varð þessi hópur gjarnan táknmynd alls kyns vandamála í samfélaginu. Sem barn var ég skíthræddur við unglinga og forðaðist þá eins og ég gat; ég tók stórar krókaleiðir framhjá sjoppum og öðrum stöðum þar sem unglingar héldu sig. Þegar ég mætti þeim á förnum vegi, horfði ég niður og reyndi að láta mig hverfa. Svo, með tímanum, varð ég sjálfur unglingur og varð sjálfur fórnarlamb minna eigin fordóma og annarra. Börn tóku að forðast mig, og eldri borgarar hreyttu stundum ónotum í mig. Ég var líka Hlemmari og pönkari. Ég verð að viðurkenna að ég varð ekki var við mikið óheilbrigði meðal unglinga almennt. Stundum brutust út slagsmál, oft í tengslum við brennivínsdrykkju, en að öðru leyti var þetta „unglingavandamál” að mestu leyti uppblásið og byggt á fordómum – afleiðing aðgerðarleysis stjórnvalda í æskulýðsmálum. Árið 1981 fór blaðamaður Vikunnar á stúfana, til að rannsaka hið meinta unglingavandamál, og fór á rúntinn á Hallærisplaninu. Þetta vandamál hafði þá nýlega verið til umræðu á Alþingi, þar sem margir höfðu miklar áhyggjur af því hvernig þessi kynslóð – sem myndi erfa landið – myndi takast á við framtíðina. Ekki síst olli fólki áhyggjum hversu lélega íslensku unglingarnir töluðu. Blaðamaður ræddi við nokkra unglinga, sem voru allir á sama máli: það væri ekkert unglingavandamál. „Fullorðna fólkið skilur ekki unglingavandamálið, því það er ekki til. Það er bara til fullorðinsvandamál,“ sögðu krakkarnir á rúntinum í Reykjavík. Nú erum við, sem voru unglingar á þessum tíma, orðin fullorðin og jafnvel ríflega það. Unglingavandamálið er að mestu horfið, og unglingadrykkja hefur skánað mikið. Flestir þessara „vandræðaunglinga“ hafa staðið sig vel í lífinu – meira að segja ég; Jónsi pönk er á leiðinni á þing. Það var heldur aldrei raunverulegt unglingavandamál; þetta var ekki okkur að kenna heldur var okkur kennt um úrræðaleysi stjórnvalda. Við vorum bara þjóðfélagshópur sem lá vel við höggi. Þegar ríkið og sveitarfélögin tóku til í þessum málum, batnaði ástandið sjálfkrafa. Í dag eru unglingar ekki jaðarsettir, heldur virkir samfélagsþátttakendur – afreksfólk í námi, íþróttum, nýsköpun og mikilvægum samfélagsverkefnum á borð við vitundarvakningu um loftslagsbreytingar. Nú er nýtt „vandamál“ komið upp, og það minnir mig um margt á gamla „unglingavandann.“ Þetta byggir að mestu á múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum, frekar en staðreyndum eða reynslu. Fólk er farið að forðast ákveðna staði, ekki vegna unglinga, heldur útlendinga. Mál útlendinga, innflytjenda og flóttafólks – að undanskildum túristum – hefur þróast í mikið „vandamál.“ Þessi „útlendingavandi“ lítur út eins og unglingavandinn forðum og við getum leyst hann á sama hátt: Með því að taka vel á móti fólki og auðvelda því að aðlagast samfélaginu. Sameinumst um að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur og bjóða upp á kennsluefni fyrir börn á þeirra móðurmáli á meðan þau læra málið. Við skulum ekki kenna ákveðnum hópum um okkar eigið úrræðaleysi. Við getum gert betur. Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrirViðreisn í komandi alþingiskosningum.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun