„Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. nóvember 2024 17:22 Ragnar Þór segir í Facebook-færslu sinni að sveitastjórnarstigið beri höfuðábyrgð á verðbólgunni, ekki ríkisstjórnarflokkarnir. Þó færslan hljómi eins og hann sé að leita að sökudólgum segir hann svo ekki vera. Hann sé að kalla eftir pólitískri sátt. Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, segir ríkisstjórnarflokkana ekki bera höfuðábyrgð á stöðu verðbólgunnar heldur þá sem hafa verið við stjórn í Reykjavíkurborg. Húsnæðisskortur sé rót verðbólguvandans og verði ekki leystur nema með því að brjóta nýtt land. Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent