„Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 21:03 Sigursteinn Arndal hefur lítinn tíma haft í æfingar. Mikið leikjaálag er á liðinu. vísir / vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður með glæsilegan 35-29 sigur sinna manna gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. „Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“ Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira