Þau hýrast enn á Sævarhöfða Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. nóvember 2024 08:02 Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Tvisvar hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum um stöðu mála. Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist upp. Það er ótrúlegt því það er ekki eins og það bíði húsnæði fyrir þetta fólk. Þarna er þess utan um blandaðan hóp að ræða, að hluta til fólk sem velur þetta íbúaform. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þennan hóp með kjafti og klóm frá 2018. Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri hafði þá lýst viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Tillögur lagðar fram um hentug svæði Flokkur fólksins í borgarstjórn lagði fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur en þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla. Óvissan að buga fólkið Tillögunni var hafnað og er staðan með öllu óbreytt. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Hjólhýsabúar eru staðsettir nánast á sorphaug við Sævarhöfða sem stendur og utandyra er lítið um frið og rósemd. Þau hafa orðið fyrir stöðugu áreiti af alls kyns toga. Samtök hjólabúa hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja í samstarfi við hjólhýsabúa. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að skilja eigi þennan hóp eftir út í kuldanum af hræðslu við að borgin sitji uppi með risastóran „trailer park“ sem borgarstjóra finnst svo óaðlaðandi og hræðileg hugmynd sbr. málflutning hans í fréttum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Reykjavík Flokkur fólksins Tjaldsvæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Tvisvar hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum um stöðu mála. Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist upp. Það er ótrúlegt því það er ekki eins og það bíði húsnæði fyrir þetta fólk. Þarna er þess utan um blandaðan hóp að ræða, að hluta til fólk sem velur þetta íbúaform. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þennan hóp með kjafti og klóm frá 2018. Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri hafði þá lýst viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Tillögur lagðar fram um hentug svæði Flokkur fólksins í borgarstjórn lagði fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur en þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla. Óvissan að buga fólkið Tillögunni var hafnað og er staðan með öllu óbreytt. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Hjólhýsabúar eru staðsettir nánast á sorphaug við Sævarhöfða sem stendur og utandyra er lítið um frið og rósemd. Þau hafa orðið fyrir stöðugu áreiti af alls kyns toga. Samtök hjólabúa hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja í samstarfi við hjólhýsabúa. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að skilja eigi þennan hóp eftir út í kuldanum af hræðslu við að borgin sitji uppi með risastóran „trailer park“ sem borgarstjóra finnst svo óaðlaðandi og hræðileg hugmynd sbr. málflutning hans í fréttum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar