Lífið

Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Moretz skartaði lista yfir áhrifamestu unglinga heims á síðasta áratug en hún á að baki glæstan feril í Hollywood. 
Moretz skartaði lista yfir áhrifamestu unglinga heims á síðasta áratug en hún á að baki glæstan feril í Hollywood.  Getty

Bandaríska leikkonan Chloë Grace Moretz, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndunum Kick-Ass og Let Me In, stökk út úr skápnum þegar hún lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á Instagram. 

Í færslu á Instagram segist Moretz þegar hafa skilað inn sínu atkvæði og hún hafi kosið Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrata. 

„Það er svo mikið í húfi í þessum kosningum. Ég tel að ég ein eigi rétt á að taka ákvarðanir um minn líkama,“ segir í Instagram færslu Moretz en réttur til þungunarrofs hefur verið áberandi umræðuefni frambjóðenda í aðdraganda kosninganna. Hún segir Harris munu vernda rétt kvenna yfir eigin líkama. 

„Sem samkynhneigð kona tel ég mikla þörf á löggjöf sem verndar hinseginsamfélagið. Við þurfum á vernd að halda sem og aðgengi að þeirri þjónustu sem við þurfum og eigum skilið,“ segir í færslu Moretz. 

Moretz var áður í sambandi með kúltúrbarninu Brooklyn Beckham, syni David og Victoriu Beckham. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.