Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:32 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum. Ísland er í dag eina ríkið innan Schengen samstarfsins sem ekki hefur komið á fót brottfararúrræði fyrir þessa einstaklinga. Við þetta hafa verið gerðar ítrekaðar athugasemdir enda skapast réttarfarslegt tómarúm þar sem við getum ekki tryggt brottvísun þeirra sem dvelja á Íslandi í ólögmætri dvöl eftir að hafa fengið synjun. Um er að ræða einstaklinga sem ber að fara af landi brott og hafa hafnað allri samvinnu við stjórnvöld í þá veru. Afleiðingarnar af þessu ástandi eru margar og alvarlegar, en óljóst lagalegt ástand getur til dæmis ýtt undir félagslega einangrun og óvissu. Óvissu fyrir bæði viðkomandi einstaklinga en einnig fyrir íslenskt samfélag. Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins. Mannúð er lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf. Núverandi staða er óásættanleg Í dag eru um 220 einstaklingar í ólögmætri dvöl á Íslandi og bíða heimfarar. Inni í þeirri tölu eru ekki þeir einstaklingar sem hafa látið sig hverfa. Stór hluti af þessum 220 einstaklingum hefur þegar fengið synjun um alþjóðlega vernd. Undir lok september höfðu um 1500 umsóknir borist um alþjóðlega vernd á árinu og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda um alþjóðlega vernd. Það höfðu 1165 einstaklingar yfirgefið landið, þar af 205 í þvingaðri brottför. Staðreyndin er sú, að það sem af er ári hafa rúmlega 40 manns sem ber að yfirgefa landið verið vistaðir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt. En þetta er samt ástand sem sumir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum kenna sig við mannúð og segjast „ekki styðja varðhaldsbúðir fyrir hælisleitendur“, vilja frekar viðhalda en að koma upp mannúðlegum brottfararúrræðum eins og öll nágrannalönd okkar hafa. Í spjallþætti á dögunum sagði nýkjörinn formaður stjórnmálaafls um brottfararúrræði að hún væri andsnúin „þessu áhugamáli“ Sjálfstæðisflokksins. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það áhugamál að tala fyrir ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Það er áhugamál okkar að gera áframhaldandi umbætur í málaflokknum, tryggja skilvirka málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það er áhugamál okkar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og gæta mannúðar. Ekki bara á tyllidögum heldur í hvívetna. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum. Ísland er í dag eina ríkið innan Schengen samstarfsins sem ekki hefur komið á fót brottfararúrræði fyrir þessa einstaklinga. Við þetta hafa verið gerðar ítrekaðar athugasemdir enda skapast réttarfarslegt tómarúm þar sem við getum ekki tryggt brottvísun þeirra sem dvelja á Íslandi í ólögmætri dvöl eftir að hafa fengið synjun. Um er að ræða einstaklinga sem ber að fara af landi brott og hafa hafnað allri samvinnu við stjórnvöld í þá veru. Afleiðingarnar af þessu ástandi eru margar og alvarlegar, en óljóst lagalegt ástand getur til dæmis ýtt undir félagslega einangrun og óvissu. Óvissu fyrir bæði viðkomandi einstaklinga en einnig fyrir íslenskt samfélag. Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins. Mannúð er lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf. Núverandi staða er óásættanleg Í dag eru um 220 einstaklingar í ólögmætri dvöl á Íslandi og bíða heimfarar. Inni í þeirri tölu eru ekki þeir einstaklingar sem hafa látið sig hverfa. Stór hluti af þessum 220 einstaklingum hefur þegar fengið synjun um alþjóðlega vernd. Undir lok september höfðu um 1500 umsóknir borist um alþjóðlega vernd á árinu og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda um alþjóðlega vernd. Það höfðu 1165 einstaklingar yfirgefið landið, þar af 205 í þvingaðri brottför. Staðreyndin er sú, að það sem af er ári hafa rúmlega 40 manns sem ber að yfirgefa landið verið vistaðir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt. En þetta er samt ástand sem sumir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum kenna sig við mannúð og segjast „ekki styðja varðhaldsbúðir fyrir hælisleitendur“, vilja frekar viðhalda en að koma upp mannúðlegum brottfararúrræðum eins og öll nágrannalönd okkar hafa. Í spjallþætti á dögunum sagði nýkjörinn formaður stjórnmálaafls um brottfararúrræði að hún væri andsnúin „þessu áhugamáli“ Sjálfstæðisflokksins. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það áhugamál að tala fyrir ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Það er áhugamál okkar að gera áframhaldandi umbætur í málaflokknum, tryggja skilvirka málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það er áhugamál okkar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og gæta mannúðar. Ekki bara á tyllidögum heldur í hvívetna. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun