Tíska og hönnun

Líf og fjör hjá Ís­lendingum á virtri há­tíð í Ber­lín

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ásta Kristjánsdóttir, Steinar Ingi Farestveit, Eva Sóldís Bragadóttir, Kristján Eldur Aronsson, Margrét Finnbogadóttir, Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Margrét Mist Tindsdóttir, Mariane Sól Úlfarsdóttir Hame og Lína Viðarsdóttir fögnuðu verðlaunum í Berlín.
Ásta Kristjánsdóttir, Steinar Ingi Farestveit, Eva Sóldís Bragadóttir, Kristján Eldur Aronsson, Margrét Finnbogadóttir, Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Margrét Mist Tindsdóttir, Mariane Sól Úlfarsdóttir Hame og Lína Viðarsdóttir fögnuðu verðlaunum í Berlín. Aðsend

„Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot.

„Hönnun og notendaupplifun spilaði lykilhlutverk og því er það svo sannarlega mikið fagnaðarefni. Það var einstök upplifun að taka á móti þessum virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaunum hér í Berlín,“ bætir Ásta við.

Hópurinn var í skýjunum með þetta allt saman.Aðsend

Í fréttatilkynningu segir:

„Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun í flokknum Merkja- og samskiptahönnun eða Brands & Communication Design. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu á sviði hönnunar en alls bárust dómnefndinni umsóknir frá 57 löndum. Fulltrúar Regn og Kolibri voru viðstödd þegar verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín.

Regn er forrit sem býður notendum að kaupa og selja notuð föt úr sófanum heima og fór í loftið í ágúst á síðasta ári. Nafnið Regn er tilvísun í náttúruna og hringrásina; vatn gufar upp, verður að skýi sem svo rignir niður. Forritið byggir á sömu hringrásarhugmynd þar sem elskaðar flíkur mynda hringrásina.“

Hátíðin var haldin í þessum glæsilega sal.Aðsend
Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun.Aðsend





Fleiri fréttir

Sjá meira


×