Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2024 17:29 Frá jarðarför Samuel Paty. AP/Francois Mori Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra. Kennarinn hét Samuel Paty og var 47 ára gamall. Hann var myrtur á götu út í París um hábjartan dag í október 2020. Það var nokkrum dögum eftir að hann hafði sýnt nemendum sínum mynd af Múhameð í tíma um málfrelsi. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og skar af honum höfuðið en var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Morðinginn hét Abdoullakh Anzorov og fæddist í Moskvu. Áður en hann var skotinn til bana birti hann mynd af höfði Samy með skilaboðum sem stíluð voru á Emmanuel Macron, forseta Frakklands. „Ég tók einn af hundunum þínum sem vogaði sér að gera lítið úr Múhameð af lífi.“ Í frétt LeParisien um réttarhöldin segir að Anzorov hafi virst í leit að fórnarlambi um nokkurra vikna skeið. Hann hafi meðal annars sagt vini sínum nokkrum dögum áður en hann myrti Samy að brátt myndu allir vera að tala um hann. Hann er sagður hafa fundið nafn Paty á spjallþráðum vígamanna en samkvæmt saksóknurum sagðist Anzorov vilja fara til Sýrlands og taka þátt í átökum þar. Anzorov bjó í hundrað kílómetra fjarlægð frá París og þekkti Paty ekki með nokkrum hætti. Vinir, faðir og fyrrverandi talsmaður Meðal þeirra sem réttað er yfir eru vinir Anzorov sem eru sagðir hafa hjálpað honum að kaupa vopnin sem hann notaði og fólk sem dreifði lygum um Paty og netinu í aðdraganda morðs hans. Tveir vina Anzorov standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi en annar þeirra hjálpaði honum að kaupa vopn og hinn keyrði hann til Parísar. Báðir gáfu sig fram við lögreglu og sögðust ekki hafa verið meðvitaðir um ætlanir Anzorovs. Frá fjölmennum mótmælum í París eftir að kennarinn Samuel Paty var myrtur og afhöfðaður í október 2020.AP/Michel Euler Fjórir eru ákærðir vegna samskipta sinna við Anzorov en einn þeirra setti meðal annars broskall við myndina af höfði Patys. Hópur ungmenna fékk dóma vegna morðsins í fyrra en þar á meðal voru nemendur Samy sem höfðu sagt ósatt um hvað hann gerði í tíma og nemendur sem bentu Anzorov á kennarann fyrir morðið. Einn sakborninganna heitir Brahim Chnina, faðir ungrar stúlku sem var þrettán ára þegar Paty sýndi myndina af Múhameð, og laug hún því að henni hefði verið vísað úr kennslustofunni á meðan. Faðirinn sendi skilaboð á aðra foreldra og vini sína, þar sem hann sagði Paty „sjúkan“ og kallaði eftir því að honum yrði sagt upp, auk þess sem hann dreifði heimilisfangi skólans. Eins og fram kemur í frétt France24 laug dóttir hans að honum og var hún ekki í tíma þegar myndin var sýnd. Dóttirin var dæmd í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fjórir aðrir nemendur fengu svipaðan dóm en einn til viðbótar, sem benti Anzorov á Paty í skiptum fyrir peninga var dæmdur í sex mánaða stofufangelsi með rafrænu eftirliti. Annar sem verið er að rétta yfir er Abdelhakim Sefrioui, en hann sagðist á sínum tíma vera talsmaður íslamskra bænapresta í Frakklandi, þó hann hafi áður verið rekinn úr því starfi. Sefrioui tók meðal annars upp myndband með Chnina fyrir utan skólanna þar sem hann kallaði Samy ítrekað „þrjót“ og hvatti stjórnendur skólans til að reka hann. Báðir standa frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist, verði þeir fundnir sekir. Þeir eru í raun sakaðir um að hafa leitt til dauða kennarans með færslum sínum á samfélagsmiðlum og skilaboðum en þvertaka fyrir að svo sé. Kennarar kvarta yfir erfiðleikum Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Á undanförnum árum hafa kennarar þó kvartað yfir því að það hafi orðið sífellt erfiðara á undanförnum árum. Í einhverjum tilfellum hafa kennarar sagst ekki þora að lesa söguna um gríslingana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og hafa sagnfræðikennarar forðast að fjalla um trúarádeildur. Annar franskur kennari var myrtur af öfgamanni frá Ingúsjetíu í Rússlandi, sem er hérað við hlið Téténíu, í fyrra. Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36 Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14 Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Kennarinn hét Samuel Paty og var 47 ára gamall. Hann var myrtur á götu út í París um hábjartan dag í október 2020. Það var nokkrum dögum eftir að hann hafði sýnt nemendum sínum mynd af Múhameð í tíma um málfrelsi. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og skar af honum höfuðið en var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Morðinginn hét Abdoullakh Anzorov og fæddist í Moskvu. Áður en hann var skotinn til bana birti hann mynd af höfði Samy með skilaboðum sem stíluð voru á Emmanuel Macron, forseta Frakklands. „Ég tók einn af hundunum þínum sem vogaði sér að gera lítið úr Múhameð af lífi.“ Í frétt LeParisien um réttarhöldin segir að Anzorov hafi virst í leit að fórnarlambi um nokkurra vikna skeið. Hann hafi meðal annars sagt vini sínum nokkrum dögum áður en hann myrti Samy að brátt myndu allir vera að tala um hann. Hann er sagður hafa fundið nafn Paty á spjallþráðum vígamanna en samkvæmt saksóknurum sagðist Anzorov vilja fara til Sýrlands og taka þátt í átökum þar. Anzorov bjó í hundrað kílómetra fjarlægð frá París og þekkti Paty ekki með nokkrum hætti. Vinir, faðir og fyrrverandi talsmaður Meðal þeirra sem réttað er yfir eru vinir Anzorov sem eru sagðir hafa hjálpað honum að kaupa vopnin sem hann notaði og fólk sem dreifði lygum um Paty og netinu í aðdraganda morðs hans. Tveir vina Anzorov standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi en annar þeirra hjálpaði honum að kaupa vopn og hinn keyrði hann til Parísar. Báðir gáfu sig fram við lögreglu og sögðust ekki hafa verið meðvitaðir um ætlanir Anzorovs. Frá fjölmennum mótmælum í París eftir að kennarinn Samuel Paty var myrtur og afhöfðaður í október 2020.AP/Michel Euler Fjórir eru ákærðir vegna samskipta sinna við Anzorov en einn þeirra setti meðal annars broskall við myndina af höfði Patys. Hópur ungmenna fékk dóma vegna morðsins í fyrra en þar á meðal voru nemendur Samy sem höfðu sagt ósatt um hvað hann gerði í tíma og nemendur sem bentu Anzorov á kennarann fyrir morðið. Einn sakborninganna heitir Brahim Chnina, faðir ungrar stúlku sem var þrettán ára þegar Paty sýndi myndina af Múhameð, og laug hún því að henni hefði verið vísað úr kennslustofunni á meðan. Faðirinn sendi skilaboð á aðra foreldra og vini sína, þar sem hann sagði Paty „sjúkan“ og kallaði eftir því að honum yrði sagt upp, auk þess sem hann dreifði heimilisfangi skólans. Eins og fram kemur í frétt France24 laug dóttir hans að honum og var hún ekki í tíma þegar myndin var sýnd. Dóttirin var dæmd í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fjórir aðrir nemendur fengu svipaðan dóm en einn til viðbótar, sem benti Anzorov á Paty í skiptum fyrir peninga var dæmdur í sex mánaða stofufangelsi með rafrænu eftirliti. Annar sem verið er að rétta yfir er Abdelhakim Sefrioui, en hann sagðist á sínum tíma vera talsmaður íslamskra bænapresta í Frakklandi, þó hann hafi áður verið rekinn úr því starfi. Sefrioui tók meðal annars upp myndband með Chnina fyrir utan skólanna þar sem hann kallaði Samy ítrekað „þrjót“ og hvatti stjórnendur skólans til að reka hann. Báðir standa frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist, verði þeir fundnir sekir. Þeir eru í raun sakaðir um að hafa leitt til dauða kennarans með færslum sínum á samfélagsmiðlum og skilaboðum en þvertaka fyrir að svo sé. Kennarar kvarta yfir erfiðleikum Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Á undanförnum árum hafa kennarar þó kvartað yfir því að það hafi orðið sífellt erfiðara á undanförnum árum. Í einhverjum tilfellum hafa kennarar sagst ekki þora að lesa söguna um gríslingana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og hafa sagnfræðikennarar forðast að fjalla um trúarádeildur. Annar franskur kennari var myrtur af öfgamanni frá Ingúsjetíu í Rússlandi, sem er hérað við hlið Téténíu, í fyrra.
Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36 Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14 Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. 26. nóvember 2020 15:36
Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30
Múslimar víða reiðir Macron Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. 26. október 2020 11:14
Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45