Innlent

Bein út­sending: Fram­bjóðendur ræða mál­efni fatlaðs fólks

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn fer fram á Grand hótel.
Fundurinn fer fram á Grand hótel. Vísir/Egill

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir fundi með frambjóðendum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum sem fara síðar í mánuðinum á Grand hótel í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

„Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að gera fyrir fatlað fólk? Hvernig ætla þeir að tryggja full mannréttindi hér á landi?

Þessum spurningum og fleirum verður svarað á opnum fundi ÖBÍ réttindasamtaka með frambjóðendum til Alþingis 5. nóvember kl. 15-17 á Grand hóteli í Reykjavík.

Fundurinn er táknmáls- og rittúlkaður. Fundarstjóri er Helgi Seljan,“ segir á vef ÖBÍ. 

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Þeir frambjóðendur sem sækja fundinn eru: 

  • B - Ágúst Bjarni Garðarsson
  • C - Guðbrandur Einarsson
  • D - Bryndís Haraldsdóttir
  • F - Inga Sæland
  • J - María Pétursdóttir
  • M - Þorsteinn Sæmundsson
  • P - Theodór Ingi Ólafsson
  • S - Jóhann Páll Jóhannsson
  • V - Guðmundur Ingi Guðbrandsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×