Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 11:02 Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Jafnréttismál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að vera einungis tuttugu og eins árs gömul hef ég upplifað óþægilegar og óþolandi aðstæður sem munu fylgja mér út lífið. Í skóla er okkur kennt að Ísland sé besta ríki heims fyrir konur; hér sé jafnrétti í námi og vinnu, konur njóti frelsis og tækifæra sem eru ekki sjálfsögð í mörgum öðrum löndum. Við erum stolt af því að Ísland hefur verið í fararbroddi í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna mörg ár. Þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið á undan samtímanum þá eru nú auknar áhyggjur sem við verðum að taka alvarlega. Undanfarin ár hafa fréttir af ofbeldi gegn konum verið áberandi og allt bendir til þess að ofbeldið sé að verða grófara og alvarlegra. Sérstaklega hefur vakið athygli þegar kemur að ofbeldi þar sem að notast er við vopn og aðferðir eins og því að byrla drykki. Þessar aðstæður eru óásættanlegar og skapa óöryggi meðal kvenna, sem er ólíðandi í því samfélagi sem að við viljum trúa að Ísland sé. Þegar ég var átján ára starfaði ég með vaktstjóra sem bauð mér ítrekað heim til sín „til að ræða starfið“. Verandi ung og metnaðarfull samþykkti ég það sem ég hélt að væri faglegt boð. Það rann fljótt upp fyrir mér að svo væri ekki, þegar hann spurði mig hvort við ættum að vera í stofunni eða fara inn í svefnherbergið að ræða málin. Mér tókst að koma skilaboðum á vini mína að sækja mig strax og kom mér fljótt úr þessum aðstæðum. Daginn eftir fékk ég símtal þar sem ég var rekin fyrir að „standa mig ekki nógu vel“. Næturlífið á Íslandi er annað dæmi um bakslag, ég þori varla sjálf um helgar lengur og upplifi mig öruggari í útlöndum en í miðbæ Reykjavíkur. Það er ekki bara óttinn við að verða fyrir ofbeldi eða áreiti innan skemmtistaða, heldur þarf ég núna að skipuleggja sérstaklega hvernig ég og vinkonur mínar komumst öruggar heim. Það eru óteljandi sögur um konur sem hafa upplifað ógnvekjandi aðstæður í leigubílum, konur eru áreittar og í sumum tilfellum jafnvel eltar heim, hafa fjöldi mála ratað í fjölmiðla. Við þurfum að ræða þessa þróun opinberlega. Það er mikilvægt að við komum saman sem samfélag til að berjast gegn ofbeldi og tryggja öryggi. Við þurfum sem samfélag að hafa skýra stefnu í jafnrétti og kynbundnu ofbeldi, hvetja til fræðslu um samþykki, ábyrgð og afleiðingar gjörða okkar. Við þurfum einnig að standa okkur betur í að hjálpa aðfluttum einstaklingum að aðlagast þeirri sérstöðu sem við Íslendingar höfum byggt í jafnréttismálum. Auk þess tel ég að styrkja þurfi lögreglu og aðra aðila til að bregðast við skyndilega og koma í veg fyrir ofbeldisglæpi. Ísland hefur ávallt verið leiðandi í baráttunni fyrir jafnrétti. Nú er tími til að tryggja að öryggi okkar sé einnig í forgrunni, til að forðast frekara bakslag en þegar er orðið. Við verðum að vinna saman til að tryggja að konur á Íslandi geti lifað frjálsar, án ótta um ofbeldi eða hótanir. Höfundur er 21 árs kona og í stjórn Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun