Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2024 19:32 Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár verður 1,7 milljarða króna afgangur á A hluta borgarsjóðs og 14,3 millljaðara afgangur á A og B hluta til samans. Vísir/Anton Brink Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. Hér sést rekstrarniðurstaða borgarsjóðs frá 2019 og áætlanir til 2028, sem fjármagnaður er með sköttum og gjöldum borgarinnar.Grafík/Sara Umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár og áætlun til næstu fimm ára hófst í borgarstjórn í dag. Hallinn á rekstri A-hluta borgarsjóðs var 15,6 milljaðrar árið 2022 og fimm milljarðar í fyrra. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að á þessu ári takist að ná fimm hundruð milljón króna afgangi á rekstri borgarsjóðs og á næsta ári verði 1,7 milljaðra afgangur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áætlanir um afkomu bæði A og B hluta Reykjavíkur hafa gengið upp.Stöð 2/Sigurjón „Stóru tíðindin eru þau að við gerðum plön um að snúa við töluverðum hallarekstri sem er ljós í upphafi kjörtímabils og plönin eru að virka. Þrátt fyrir kröfur um aukna þjónustu, miklar fjárfestingar og erfitt ytra efnahagsumhverfi er okkur að takast að snúa halla í afgang,“ segir borgarstjóri. Þetta ætti bæði við borgarsjóð og borgarsamstæðuna í heild sinni og væri mikill árangur. Skuldir Reykjavíkurborgar jukust mikið á árunum 2020 til 2023 en hlutfal afborgana af langtímalánum og leiguskuldum hefur batnað töluvert á þessu ári. Í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að borgin greiði meira af lánum en hún tekur af nýjum lánum árið 2028. Borgarstjóri segir skuldir borgarinnar langt innan lögbundinna marka sveitarfélaga. Á bláu súlunum sést þróun afborgana langtímalána og leiguskulda og á gulu súlunum sjá ný langtímalán og leiguskuldir.Grafík/Sara „Bæði hvað varðar aðalsjóðinn og samstæðuna. Þannig að við stöndum bara ágætlega í öllum samanburði þegar kemur að skuldunum. Líka í getu okkar til að greiða af þessum skuldum. Hún er mjög mikil. Þannig að allir þessir mælikvarðar eru að færast úr rauðu yfir í grænt og það er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar. Á næsta ári og árum verði mikið fjárfest í uppbyggingu leikskóla þar sem plássum verði fjölgað um 700 og átak gert í viðhaldi og uppbyggingu skólabygginga. Þá verði uppbyggingu samgangna haldið áfram og lóðaframboð verði mikið til íbúðabygginga. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann ekki hafa hagrætt neinu nema sannleikanum.Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir meirihutann hagræða sannleikanum varðandi jákvæða afkomu á þessu ári í áætlunum sínum. „Það hangir allt á því að Perlan verði seld fyrir fleiri milljarða fyrir árslok. Veruleikinn er hins vegar sá, eins og kom fram hérna inni í borgarstjórnarsalnum áðan, að það er ekki búið að samþykkja neitt kauptilboð í Perluna,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Þá standist ekki að verulega hafi verið hagrætt í rekstri borgarinnar. „En þegar betur er að gáð eru útgjöld borgarinnar að vaxa stjórnlaust. Hins vegar streyma tekjurnar hingað inn stríðum straumum. Munar þar mestu um fasteignaskattana. Þeir í rauninni hækka vegna þess að fasteignamat húsnæðis er sífellt að hækka. Við leggjum alltaf til, eins og í dag, að fasteignaskattar verði lækkaðir en því er því miður alltaf hafnað,“ segir Hildur Björnsdóttir. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir borgina hafa fleiri egg í körfunni en Perluna.Stöð 2/Einar Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir á Facebook síðu sinni í dag að sala á Perlunni væri ekki forsenda fyrir 500 milljóna afgangi í rekstri borgarsjóðs á þessu ári. Perlan hafi verið rekinn í áratugi með tapi upp á tugi og hundruði milljóna. Borgin hafi keypt hana af Orkuveitunni og síðan haft af henni umtalsverðar leigutekjur. „Þess vegna er komið fram tilboð upp á 3,5 milljarða. Viðræður standa yfir. Það er hins vegar misskilningur - einsog heyrst hefur að niðurtaða ársins velti á sölu Perlunnar. Við gætum meiri varúðar í áætlanagerð en svo og erum með bæði fleiri egg og fleiri körfur,“ sagði Dagur í svari í athugasemd við færslu hans á Facebook í dag. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Leikskólar Húsnæðismál Borgarlína Salan á Perlunni Borgarstjórn Tengdar fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14 Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51 Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Hér sést rekstrarniðurstaða borgarsjóðs frá 2019 og áætlanir til 2028, sem fjármagnaður er með sköttum og gjöldum borgarinnar.Grafík/Sara Umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár og áætlun til næstu fimm ára hófst í borgarstjórn í dag. Hallinn á rekstri A-hluta borgarsjóðs var 15,6 milljaðrar árið 2022 og fimm milljarðar í fyrra. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að á þessu ári takist að ná fimm hundruð milljón króna afgangi á rekstri borgarsjóðs og á næsta ári verði 1,7 milljaðra afgangur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir áætlanir um afkomu bæði A og B hluta Reykjavíkur hafa gengið upp.Stöð 2/Sigurjón „Stóru tíðindin eru þau að við gerðum plön um að snúa við töluverðum hallarekstri sem er ljós í upphafi kjörtímabils og plönin eru að virka. Þrátt fyrir kröfur um aukna þjónustu, miklar fjárfestingar og erfitt ytra efnahagsumhverfi er okkur að takast að snúa halla í afgang,“ segir borgarstjóri. Þetta ætti bæði við borgarsjóð og borgarsamstæðuna í heild sinni og væri mikill árangur. Skuldir Reykjavíkurborgar jukust mikið á árunum 2020 til 2023 en hlutfal afborgana af langtímalánum og leiguskuldum hefur batnað töluvert á þessu ári. Í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að borgin greiði meira af lánum en hún tekur af nýjum lánum árið 2028. Borgarstjóri segir skuldir borgarinnar langt innan lögbundinna marka sveitarfélaga. Á bláu súlunum sést þróun afborgana langtímalána og leiguskulda og á gulu súlunum sjá ný langtímalán og leiguskuldir.Grafík/Sara „Bæði hvað varðar aðalsjóðinn og samstæðuna. Þannig að við stöndum bara ágætlega í öllum samanburði þegar kemur að skuldunum. Líka í getu okkar til að greiða af þessum skuldum. Hún er mjög mikil. Þannig að allir þessir mælikvarðar eru að færast úr rauðu yfir í grænt og það er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar. Á næsta ári og árum verði mikið fjárfest í uppbyggingu leikskóla þar sem plássum verði fjölgað um 700 og átak gert í viðhaldi og uppbyggingu skólabygginga. Þá verði uppbyggingu samgangna haldið áfram og lóðaframboð verði mikið til íbúðabygginga. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann ekki hafa hagrætt neinu nema sannleikanum.Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir meirihutann hagræða sannleikanum varðandi jákvæða afkomu á þessu ári í áætlunum sínum. „Það hangir allt á því að Perlan verði seld fyrir fleiri milljarða fyrir árslok. Veruleikinn er hins vegar sá, eins og kom fram hérna inni í borgarstjórnarsalnum áðan, að það er ekki búið að samþykkja neitt kauptilboð í Perluna,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Þá standist ekki að verulega hafi verið hagrætt í rekstri borgarinnar. „En þegar betur er að gáð eru útgjöld borgarinnar að vaxa stjórnlaust. Hins vegar streyma tekjurnar hingað inn stríðum straumum. Munar þar mestu um fasteignaskattana. Þeir í rauninni hækka vegna þess að fasteignamat húsnæðis er sífellt að hækka. Við leggjum alltaf til, eins og í dag, að fasteignaskattar verði lækkaðir en því er því miður alltaf hafnað,“ segir Hildur Björnsdóttir. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir borgina hafa fleiri egg í körfunni en Perluna.Stöð 2/Einar Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs segir á Facebook síðu sinni í dag að sala á Perlunni væri ekki forsenda fyrir 500 milljóna afgangi í rekstri borgarsjóðs á þessu ári. Perlan hafi verið rekinn í áratugi með tapi upp á tugi og hundruði milljóna. Borgin hafi keypt hana af Orkuveitunni og síðan haft af henni umtalsverðar leigutekjur. „Þess vegna er komið fram tilboð upp á 3,5 milljarða. Viðræður standa yfir. Það er hins vegar misskilningur - einsog heyrst hefur að niðurtaða ársins velti á sölu Perlunnar. Við gætum meiri varúðar í áætlanagerð en svo og erum með bæði fleiri egg og fleiri körfur,“ sagði Dagur í svari í athugasemd við færslu hans á Facebook í dag.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Leikskólar Húsnæðismál Borgarlína Salan á Perlunni Borgarstjórn Tengdar fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14 Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51 Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5. nóvember 2024 12:14
Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5. nóvember 2024 11:51
Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Reykjavíkurborg hefur boðað til blaðamannafundar til að kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2029. 5. nóvember 2024 10:32