Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun