Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun