Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2024 22:04 Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með innkomu Þorsteins Leós. Vísir/Anton Brink „Leikur tveggja hálfleika, kannski aðallega sóknarlega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sex marka sigur liðsins gegn Bosníu í kvöld. „Varnarlega erum við bara fínir fannst mér allan leikinn. Við fáum bara á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik og mörkin sem við fáum á okkur er eitthvað sem mér fannst við geta komið í veg fyrir. Svo var annað sem við ætluðum að bjóða upp á eins og gengur og gerist. Hornamennirnir þeirra nýttu færin sín bara vel, en við fengum það sem við vildum og áttum von á.“ „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar og Janus gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið.“ „Það var þannig séð margt sem ég var ánægður með, sérstaklega í seinni hálfleik. Varðandi varnarleikinn heilt yfir fannst mér við vera í fínum málum.“ Snorri hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa Þorsteini Leó, sem kom inn með aðra vídd en íslenska liðið hefur getað boðið upp á undanfarin ár. Þorsteinn er nefnilega þeim hæfileika gæddur að vera ofboðslega hávaxinn og geta skotið af löngu færi. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ „Að því sögðu þá er þetta bara einn leikur og ef þú ert góður þá geriru þetta 2-3 í röð, en ef þú ert í heimsklassa þá ertu oftast góður. Við verðum að stíga varlega til jarðar því hann er ungur og á nóg eftir. En virkilega ánægjulegt að fá hann inn og gaman að hann skildi negla þetta svona,“ bætti Snorri við. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Varnarlega erum við bara fínir fannst mér allan leikinn. Við fáum bara á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik og mörkin sem við fáum á okkur er eitthvað sem mér fannst við geta komið í veg fyrir. Svo var annað sem við ætluðum að bjóða upp á eins og gengur og gerist. Hornamennirnir þeirra nýttu færin sín bara vel, en við fengum það sem við vildum og áttum von á.“ „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar og Janus gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið.“ „Það var þannig séð margt sem ég var ánægður með, sérstaklega í seinni hálfleik. Varðandi varnarleikinn heilt yfir fannst mér við vera í fínum málum.“ Snorri hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa Þorsteini Leó, sem kom inn með aðra vídd en íslenska liðið hefur getað boðið upp á undanfarin ár. Þorsteinn er nefnilega þeim hæfileika gæddur að vera ofboðslega hávaxinn og geta skotið af löngu færi. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ „Að því sögðu þá er þetta bara einn leikur og ef þú ert góður þá geriru þetta 2-3 í röð, en ef þú ert í heimsklassa þá ertu oftast góður. Við verðum að stíga varlega til jarðar því hann er ungur og á nóg eftir. En virkilega ánægjulegt að fá hann inn og gaman að hann skildi negla þetta svona,“ bætti Snorri við.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira