Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2024 22:04 Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með innkomu Þorsteins Leós. Vísir/Anton Brink „Leikur tveggja hálfleika, kannski aðallega sóknarlega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sex marka sigur liðsins gegn Bosníu í kvöld. „Varnarlega erum við bara fínir fannst mér allan leikinn. Við fáum bara á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik og mörkin sem við fáum á okkur er eitthvað sem mér fannst við geta komið í veg fyrir. Svo var annað sem við ætluðum að bjóða upp á eins og gengur og gerist. Hornamennirnir þeirra nýttu færin sín bara vel, en við fengum það sem við vildum og áttum von á.“ „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar og Janus gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið.“ „Það var þannig séð margt sem ég var ánægður með, sérstaklega í seinni hálfleik. Varðandi varnarleikinn heilt yfir fannst mér við vera í fínum málum.“ Snorri hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa Þorsteini Leó, sem kom inn með aðra vídd en íslenska liðið hefur getað boðið upp á undanfarin ár. Þorsteinn er nefnilega þeim hæfileika gæddur að vera ofboðslega hávaxinn og geta skotið af löngu færi. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ „Að því sögðu þá er þetta bara einn leikur og ef þú ert góður þá geriru þetta 2-3 í röð, en ef þú ert í heimsklassa þá ertu oftast góður. Við verðum að stíga varlega til jarðar því hann er ungur og á nóg eftir. En virkilega ánægjulegt að fá hann inn og gaman að hann skildi negla þetta svona,“ bætti Snorri við. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
„Varnarlega erum við bara fínir fannst mér allan leikinn. Við fáum bara á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik og mörkin sem við fáum á okkur er eitthvað sem mér fannst við geta komið í veg fyrir. Svo var annað sem við ætluðum að bjóða upp á eins og gengur og gerist. Hornamennirnir þeirra nýttu færin sín bara vel, en við fengum það sem við vildum og áttum von á.“ „Þetta var svolítið stirt sóknarlega og við vorum lengi að finna taktinn. Svo auðvitað heggur Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] á ákveðinn hnút og kemur með þessi auðveldu mörk sem við þurftum á að halda. Ómar og Janus gera frábærlega að spila hann uppi, en mér fannst að þegar Steini fór að setja þessi mörk þá losnaði um alla aðra sóknarlega og við gengum á lagið.“ „Það var þannig séð margt sem ég var ánægður með, sérstaklega í seinni hálfleik. Varðandi varnarleikinn heilt yfir fannst mér við vera í fínum málum.“ Snorri hafði þó ekki lokið sér af í að hrósa Þorsteini Leó, sem kom inn með aðra vídd en íslenska liðið hefur getað boðið upp á undanfarin ár. Þorsteinn er nefnilega þeim hæfileika gæddur að vera ofboðslega hávaxinn og geta skotið af löngu færi. „Hann er búinn að vera meiddur í síðustu tveimur verkefnum, en æfði með okkur í janúar. Við erum búnir að vera aðeins að bíða eftir honum. Maður er búinn að fylgjast með honum í Porto og hann hefur gert hlutina vel þar. Hann er bara vopn sem við höfum ekkert endilega haft og gefur okkur klárlega mikla vídd sem við þurfum að nýta.“ „Að því sögðu þá er þetta bara einn leikur og ef þú ert góður þá geriru þetta 2-3 í röð, en ef þú ert í heimsklassa þá ertu oftast góður. Við verðum að stíga varlega til jarðar því hann er ungur og á nóg eftir. En virkilega ánægjulegt að fá hann inn og gaman að hann skildi negla þetta svona,“ bætti Snorri við.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira