Feðradagurinn var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur hér á landi árið 2006. Þess má geta að mæðradeginum hefur verið fagnað hér á landi síðan árið 1934 en hann ber jafnan upp annan sunnudag í maí.
Hér að neðan má finna nokkrar skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn.
Ljúf morgunstund
Færið pabba gamla kaffibollann í rúmið og góðu knúsi. Þá er fátt betra en heimatilbúinn dögurður með fjölskyldunni á sunnudagsmorgni.

Góð steik og meðí!
Leiðin að hjarta mannsins er oft sögð í gegnum magann. Góð steik og meðlæti ætti því að vera skothelt á sunnudaginn.

Kósí-karl
Nýir inniskór, náttföt eða góð bók.

Notaleg samvera
Farðu með pabba gamla á listasafn, í leikhús, kaffihús eða í göngutúr í náttúrunni. Gæðastund af bestu gerð.

Persónuleg gjöf
Góð gjöf þarf ekki að kosta skyldinginn, Gefðu gjöf sem kemur frá hjartanu eins og fallega mynd eða málaðan kaffibolla.
