Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 7. nóvember 2024 11:47 Íslensku menntaverðlaunin heiðra þau sem eru leiðandi í íslensku skólasamfélagi. Einstökum fyrirmyndum er veitt sú viðurkenning sem þau eiga skilið og mikilvægu framlagi þeirra til menntamála á Íslandi er fagnað. Þau sem hljóta verðlaunin gegna lykilhlutverki í að styrkja eldmóð og hvatningu allra þeirra sem vinna að uppbyggingu og þróun menntakerfisins hér á landi. Tilnefningar til verðlaunanna í ár endurspegla þá nýsköpun og metnað sem einkennir íslenskt skólasamfélag – ekki síst þá elju og fagmennsku sem kennarar um land allt sýna á degi hverjum. Þannig minna verðlaunin okkur á það grundvallarhlutverk sem kennarar gegna í íslensku samfélagi, sem hjarta menntakerfisins. Íslensku menntaverðlaunin 2024 varpa skýru ljósi á þá þróun og fjölbreytni sem íslenskt menntakerfi hefur tileinkað sér. Fellaskóli hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi starf með börnum af erlendum uppruna, þar sem áhersla er lögð á tengsl við fjölskyldur og jöfn tækifæri fyrir alla nemendur til að njóta sín og þróa hæfileika sína. Verkefnið endurspeglar virði fjölmenningar og veitir öðrum skólum innblástur til að styðja fjölbreyttan nemendahóp á eigin forsendum. Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk verðlaun fyrir verkefni sem opnar grunnskólanemendum dyr að fjölbreyttu iðn- og verknámi framhaldsskólans, og stuðlar þannig að sveigjanleika og tengingu við atvinnulífið. Kennarinn Hrafnhildur Sigurðardóttir í Sjálandsskóla hlaut verðlaunin fyrir nýstárlegar kennsluaðferðir í útinámi, þar sem hún leggur áherslu á tengsl við náttúru og samvinnu við nemendur. Helgafellsskóli fékk verðlaun fyrir verkefnið Snjallræði, þar sem nemendur á öllum skólastigum takast á við skapandi hönnunaráskoranir sem þjálfa þá í gagnrýninni hugsun og hópvinnu. Hvatningarverðlaun hlutu Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri við Brekkuskóla og Hans Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Þeir hafa með leiðsögn og stuðningi eflt kennara og nemendur um allt land til að nýta upplýsingatækni á markvissan hátt. Framlag þeirra styrkir kennsluhætti og eykur færni skólanna í að nota tæknina á skapandi og gagnlegan hátt, sem er mikilvægt fyrir framtíð íslenskrar menntunar. Íslensku menntaverðlaunin minna okkur á að við þurfum menntakerfi sem horfir fram á veginn, ekki til fortíðar. Við þurfum kerfi sem tekur mið af fjölbreyttum nemendahópum, sveigjanleika í námsleiðum og kennsluaðferðum sem henta samfélagi í hraðri þróun. Hugmyndir um gamaldags kennsluhætti, aðgreiningu nemenda eða samræmd próf sem meta færni nemenda örfáum sinnum yfir námsferilinn eru ekki þær lausnir sem undirbúa börnin okkar fyrir þann breytilega heim sem mun mæta þeim. Umræða um skólakerfið hefur verið hávær síðustu misserin, ég fagna því að fleiri stjórnmálaflokkar séu loksins að átta sig mikilvægi þess að fjárfesta tíma og fjármunum í börnin okkar. Á sama tíma hef ég áhyggjur af skammsýnum hugmyndum, einfeldningslegum lausnum á flóknum áskorunum sem byggja á úreltri hugmyndafræði og draga okkur áratugi aftur í tímann. Skólinn er staður fyrir öll börn, hann er okkar helsta og mikilvægasta jöfnunartæki. Horfum til framtíðar! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Íslensku menntaverðlaunin heiðra þau sem eru leiðandi í íslensku skólasamfélagi. Einstökum fyrirmyndum er veitt sú viðurkenning sem þau eiga skilið og mikilvægu framlagi þeirra til menntamála á Íslandi er fagnað. Þau sem hljóta verðlaunin gegna lykilhlutverki í að styrkja eldmóð og hvatningu allra þeirra sem vinna að uppbyggingu og þróun menntakerfisins hér á landi. Tilnefningar til verðlaunanna í ár endurspegla þá nýsköpun og metnað sem einkennir íslenskt skólasamfélag – ekki síst þá elju og fagmennsku sem kennarar um land allt sýna á degi hverjum. Þannig minna verðlaunin okkur á það grundvallarhlutverk sem kennarar gegna í íslensku samfélagi, sem hjarta menntakerfisins. Íslensku menntaverðlaunin 2024 varpa skýru ljósi á þá þróun og fjölbreytni sem íslenskt menntakerfi hefur tileinkað sér. Fellaskóli hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi starf með börnum af erlendum uppruna, þar sem áhersla er lögð á tengsl við fjölskyldur og jöfn tækifæri fyrir alla nemendur til að njóta sín og þróa hæfileika sína. Verkefnið endurspeglar virði fjölmenningar og veitir öðrum skólum innblástur til að styðja fjölbreyttan nemendahóp á eigin forsendum. Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk verðlaun fyrir verkefni sem opnar grunnskólanemendum dyr að fjölbreyttu iðn- og verknámi framhaldsskólans, og stuðlar þannig að sveigjanleika og tengingu við atvinnulífið. Kennarinn Hrafnhildur Sigurðardóttir í Sjálandsskóla hlaut verðlaunin fyrir nýstárlegar kennsluaðferðir í útinámi, þar sem hún leggur áherslu á tengsl við náttúru og samvinnu við nemendur. Helgafellsskóli fékk verðlaun fyrir verkefnið Snjallræði, þar sem nemendur á öllum skólastigum takast á við skapandi hönnunaráskoranir sem þjálfa þá í gagnrýninni hugsun og hópvinnu. Hvatningarverðlaun hlutu Bergmann Guðmundsson, verkefnisstjóri við Brekkuskóla og Hans Rúnar Snorrason, kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Þeir hafa með leiðsögn og stuðningi eflt kennara og nemendur um allt land til að nýta upplýsingatækni á markvissan hátt. Framlag þeirra styrkir kennsluhætti og eykur færni skólanna í að nota tæknina á skapandi og gagnlegan hátt, sem er mikilvægt fyrir framtíð íslenskrar menntunar. Íslensku menntaverðlaunin minna okkur á að við þurfum menntakerfi sem horfir fram á veginn, ekki til fortíðar. Við þurfum kerfi sem tekur mið af fjölbreyttum nemendahópum, sveigjanleika í námsleiðum og kennsluaðferðum sem henta samfélagi í hraðri þróun. Hugmyndir um gamaldags kennsluhætti, aðgreiningu nemenda eða samræmd próf sem meta færni nemenda örfáum sinnum yfir námsferilinn eru ekki þær lausnir sem undirbúa börnin okkar fyrir þann breytilega heim sem mun mæta þeim. Umræða um skólakerfið hefur verið hávær síðustu misserin, ég fagna því að fleiri stjórnmálaflokkar séu loksins að átta sig mikilvægi þess að fjárfesta tíma og fjármunum í börnin okkar. Á sama tíma hef ég áhyggjur af skammsýnum hugmyndum, einfeldningslegum lausnum á flóknum áskorunum sem byggja á úreltri hugmyndafræði og draga okkur áratugi aftur í tímann. Skólinn er staður fyrir öll börn, hann er okkar helsta og mikilvægasta jöfnunartæki. Horfum til framtíðar! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti fyrir Framsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar