Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar 8. nóvember 2024 09:02 Í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár síðan lög nr. 55/2013 um velferð dýra tóku gildi. Þau leystu af hólmi eldri lög um dýravernd og fólu í sér gjörbreytingu á eftirliti með dýravelferð á Íslandi. Allt eftirlit með dýravelferð var fært til Matvælastofnunar (MAST) sem skiptist áður á fleiri stofnanir og embætti og fól þá í sér ómarkvisst eftirlit. Mikilvægt er að farið sé vel með dýr, þau njóti góðs atlætis, séu ekki í þvinguðu ástandi og aðstæður séu þannig að þau njóti sín miðað við þarfir hverrar tegundar. Oftast dugar að krefjast úrbóta en lögin tryggja stofnuninni einnig víðtækar þvingunarheimildir til að knýja fram úrbætur og að auki heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Viðurkenning á því að dýr eru skyni gæddar verur er mikilvægt leiðarljós við túlkun einstakra ákvæða laganna og með henni er lögð á það áhersla að dýr séu lifandi verur sem geta fundið til sársauka og vanlíðunar og að taka beri tillit til þess við alla ráðstöfun þeirra, umönnun og meðhöndlun. Lögin taka til allra hryggdýra auk tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Þess má geta að minnstu dýrin sem hafa komið til kasta undirritaðs eru býflugur en þau stærstu hvalir! Lögin taka þó ekki til hefðbundinna veiða og föngunar á villtum fiski. Velferð eldisfisks ber hins vegar að tryggja og fylgist MAST með því. Í lögunum er fjallað m.a. um hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Verði menn varir við illa meðferð á dýrum ber að tilkynna það til MAST eða lögreglu sem kemur tilkynningunni áleiðis til stofnunarinnar. MAST berast daglega tilkynningar um meinta slæma meðferð á dýrum og eru allar slíkar ábendingar teknar til rannsóknar. Fram kemur í lögunum að umráðamenn dýra verði að búa yfir nauðsynlegri getu, hæfni og ábyrgð til að annast dýrin. Reynslan hefur sýnt að þar er oft pottur brotinn sem leiðir til brota á einstökum ákvæðum í lögunum og reglugerðum byggðum á þeim. Í lögunum er lögð áhersla á að dýrum sé tryggð góð umönnun og einnig er að finna nokkur bannákvæði. Til dæmis er bannað að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli og að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi. Einnig er sagt hvernig standa eigi að aflífun og almennt bann lagt við sleppingu dýra sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna. Settar eru reglur um handsömun dýra, eyðingu meindýra og hvernig standa skuli að veiðum á villtum dýrum. Ítarlegar reglur er að finna um aðbúnað og umhverfi dýra, bæði í lögunum sjálfum og enn fremur í sérstökum velferðarreglugerðum fyrir einstök húsdýr og einnig gæludýr. MAST hefur skipt landinu upp í fjögur umdæmi og starfar sérstakur héraðsdýralæknir í hverju umdæmi. Að auki starfa hjá stofnuninni eftirlitsdýralæknar og einnig svonefndir sérgreinadýralæknar sem sérhæfa sig í ákveðinni dýrategund (nautgripum, svínum, hrossum o.s.frv.) Einn dýralæknir er að auki sérgreinadýralæknir gæludýra. Vinnuferlar MAST í dýravelferðarmálum Rétt er að upplýsa hvernig stofnunin tekur á dýravelferðarmálum sem henni berast. Slík mál geta komið upp við reglubundið eftirlit en einnig á grundvelli ábendinga sem berast. Grunnreglan er að sjálfsögðu sú að veittur er frestur til úrbóta. En stundum þarf að ganga lengra og þá kemur til kasta sérstaks teymis sem í sitja mismunandi dýralæknar eftir því hvar á landinu brotin eru framin og hvaða dýrategund á í hlut. Að auki situr lögfræðingur dýravelferðar alla slíka fundi. Sem dæmi má nefna að ef brotið er á velferð hrossa í tilteknu umdæmi þá sitja í teyminu í það skiptið héraðsdýralæknir umdæmisins, sérgreinadýralæknir hrossa auk lögfræðings. Einnig eru oft kallaðir til dýraeftirlitsmenn og eftirlitsdýralæknar til ráðgjafar. Fram kemur í lögunum að MAST sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunarúrræða. Ekki er þó heimilt að fara inn í íbúðar- eða útihús án samþykkis eiganda nema að fengnum dómsúrskurði og hefur stundum þurft að láta reyna á það. Áhrifaríkasta þvingunarúrræðið sem MAST hefur er að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.En í alvarlegustu tilvikunum getur þurft að taka dýr úr vörslu umráðamanns. Stofnuninni ber í slíkum tilvikum að gæta meðalhófs og að beita ekki harkalegri aðgerðum en nauðsyn ber til. Stjórnvaldssektir geta numið allt að einni millj. kr og leggur stofnunin slíkar sektir á þyki tilefni til þess. Enn fremur ber stofnuninni að kæra meiri háttar mál til lögreglu í stað stjórnvaldssektar og hafa nokkrir dómar fallið þar sem dýraeigendur hafa verið dæmdir til refsingar og jafnvel bannað að halda dýr. Dýravelferðarmál eru viðkvæm og vekja gjarnan heitar tilfinningar hjá fólki. Áhugi á slíkum málum virðist einnig hafa aukist mikið á undanförnum árum, m.a. með tilkomu samfélagsmiðla. MAST er ljós sú mikla ábyrgð sem stofnunin ber í því að gæta að dýravelferð á Íslandi. Það er skoðun mín að stofnunin hafi náð talsverðum árangri undanfarin ár og við erum staðráðin í að gera enn betur á komandi árum. Höfundur er lögfr. dýravelferðar hjá MAST. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár síðan lög nr. 55/2013 um velferð dýra tóku gildi. Þau leystu af hólmi eldri lög um dýravernd og fólu í sér gjörbreytingu á eftirliti með dýravelferð á Íslandi. Allt eftirlit með dýravelferð var fært til Matvælastofnunar (MAST) sem skiptist áður á fleiri stofnanir og embætti og fól þá í sér ómarkvisst eftirlit. Mikilvægt er að farið sé vel með dýr, þau njóti góðs atlætis, séu ekki í þvinguðu ástandi og aðstæður séu þannig að þau njóti sín miðað við þarfir hverrar tegundar. Oftast dugar að krefjast úrbóta en lögin tryggja stofnuninni einnig víðtækar þvingunarheimildir til að knýja fram úrbætur og að auki heimild til að leggja á stjórnvaldssektir. Markmið laganna er að stuðla að velferð dýra í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Viðurkenning á því að dýr eru skyni gæddar verur er mikilvægt leiðarljós við túlkun einstakra ákvæða laganna og með henni er lögð á það áhersla að dýr séu lifandi verur sem geta fundið til sársauka og vanlíðunar og að taka beri tillit til þess við alla ráðstöfun þeirra, umönnun og meðhöndlun. Lögin taka til allra hryggdýra auk tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Þess má geta að minnstu dýrin sem hafa komið til kasta undirritaðs eru býflugur en þau stærstu hvalir! Lögin taka þó ekki til hefðbundinna veiða og föngunar á villtum fiski. Velferð eldisfisks ber hins vegar að tryggja og fylgist MAST með því. Í lögunum er fjallað m.a. um hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Verði menn varir við illa meðferð á dýrum ber að tilkynna það til MAST eða lögreglu sem kemur tilkynningunni áleiðis til stofnunarinnar. MAST berast daglega tilkynningar um meinta slæma meðferð á dýrum og eru allar slíkar ábendingar teknar til rannsóknar. Fram kemur í lögunum að umráðamenn dýra verði að búa yfir nauðsynlegri getu, hæfni og ábyrgð til að annast dýrin. Reynslan hefur sýnt að þar er oft pottur brotinn sem leiðir til brota á einstökum ákvæðum í lögunum og reglugerðum byggðum á þeim. Í lögunum er lögð áhersla á að dýrum sé tryggð góð umönnun og einnig er að finna nokkur bannákvæði. Til dæmis er bannað að ofbjóða kröftum dýrs eða þoli og að yfirgefa dýr í bjargarlausu ástandi. Einnig er sagt hvernig standa eigi að aflífun og almennt bann lagt við sleppingu dýra sem hafa alist upp hjá mönnum út í náttúruna. Settar eru reglur um handsömun dýra, eyðingu meindýra og hvernig standa skuli að veiðum á villtum dýrum. Ítarlegar reglur er að finna um aðbúnað og umhverfi dýra, bæði í lögunum sjálfum og enn fremur í sérstökum velferðarreglugerðum fyrir einstök húsdýr og einnig gæludýr. MAST hefur skipt landinu upp í fjögur umdæmi og starfar sérstakur héraðsdýralæknir í hverju umdæmi. Að auki starfa hjá stofnuninni eftirlitsdýralæknar og einnig svonefndir sérgreinadýralæknar sem sérhæfa sig í ákveðinni dýrategund (nautgripum, svínum, hrossum o.s.frv.) Einn dýralæknir er að auki sérgreinadýralæknir gæludýra. Vinnuferlar MAST í dýravelferðarmálum Rétt er að upplýsa hvernig stofnunin tekur á dýravelferðarmálum sem henni berast. Slík mál geta komið upp við reglubundið eftirlit en einnig á grundvelli ábendinga sem berast. Grunnreglan er að sjálfsögðu sú að veittur er frestur til úrbóta. En stundum þarf að ganga lengra og þá kemur til kasta sérstaks teymis sem í sitja mismunandi dýralæknar eftir því hvar á landinu brotin eru framin og hvaða dýrategund á í hlut. Að auki situr lögfræðingur dýravelferðar alla slíka fundi. Sem dæmi má nefna að ef brotið er á velferð hrossa í tilteknu umdæmi þá sitja í teyminu í það skiptið héraðsdýralæknir umdæmisins, sérgreinadýralæknir hrossa auk lögfræðings. Einnig eru oft kallaðir til dýraeftirlitsmenn og eftirlitsdýralæknar til ráðgjafar. Fram kemur í lögunum að MAST sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunarúrræða. Ekki er þó heimilt að fara inn í íbúðar- eða útihús án samþykkis eiganda nema að fengnum dómsúrskurði og hefur stundum þurft að láta reyna á það. Áhrifaríkasta þvingunarúrræðið sem MAST hefur er að leggja á dagsektir til að knýja fram úrbætur.En í alvarlegustu tilvikunum getur þurft að taka dýr úr vörslu umráðamanns. Stofnuninni ber í slíkum tilvikum að gæta meðalhófs og að beita ekki harkalegri aðgerðum en nauðsyn ber til. Stjórnvaldssektir geta numið allt að einni millj. kr og leggur stofnunin slíkar sektir á þyki tilefni til þess. Enn fremur ber stofnuninni að kæra meiri háttar mál til lögreglu í stað stjórnvaldssektar og hafa nokkrir dómar fallið þar sem dýraeigendur hafa verið dæmdir til refsingar og jafnvel bannað að halda dýr. Dýravelferðarmál eru viðkvæm og vekja gjarnan heitar tilfinningar hjá fólki. Áhugi á slíkum málum virðist einnig hafa aukist mikið á undanförnum árum, m.a. með tilkomu samfélagsmiðla. MAST er ljós sú mikla ábyrgð sem stofnunin ber í því að gæta að dýravelferð á Íslandi. Það er skoðun mín að stofnunin hafi náð talsverðum árangri undanfarin ár og við erum staðráðin í að gera enn betur á komandi árum. Höfundur er lögfr. dýravelferðar hjá MAST.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun