Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2024 13:02 Dario Sits var á listanum þegar þýski landsliðshópurinn var opinberaður í gær en það var síðan leiðrétt enda má hann ekki spila fyrir þýska landsliðið. Getty/ Fabio Patamia Julian Nagelsmann tilkynnti þýska landsliðshópinn sinn í gær fyrir komandi landsleikjaglugga en menn ráku stóru augu þegar þeir sáu eitt nafn í hópnum. Á meðal nafna eins og Antonio Rüdiger hjá Real Madrid og Kai Havertz hjá Arsenal var nafn Dario Sits. Vandamálið er að Dario Sits er ekki þýskur heldur lettneskur. Sits er tvítugur og spilar með hollenska b-deildarliðinu Helmond Sport en hann er þar á láni frá Parma á Ítalíu. Sits lék sinn fyrsta landsleik fyrir Lettland í síðasta mánuði og komst næst því að spila með þýska landsliðinu þegar hann mætti Þjóðverjum með lettneska 21 árs landsliðinu árið 2022. Þýska sambandið áttaði sig fljótt á mistökunum og fjarlægði nafn Sits af listanum. Þegar AP sóttist eftir skýringu þá var svarið vandræði með gagnagrunninn. Varamarkvörður Manchester City, Stefan Ortega, er í hópnum í fyrsta sinn. Marc-André ter Stegen er meiddur. Ortega gæti því spilað sinn fyrsta landsleik. Þjóðverjar mæta Bosníu og Ungverjalandi í þessum glugga en hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Þeir keppast þó enn við að vinna riðilinn. Hey, @DFB_Team, we appreciate your interest, but @DarioSits's flight is already booked to Riga 🇱🇻— Futbola federācija (@kajbumba) November 7, 2024 Þjóðadeild karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Á meðal nafna eins og Antonio Rüdiger hjá Real Madrid og Kai Havertz hjá Arsenal var nafn Dario Sits. Vandamálið er að Dario Sits er ekki þýskur heldur lettneskur. Sits er tvítugur og spilar með hollenska b-deildarliðinu Helmond Sport en hann er þar á láni frá Parma á Ítalíu. Sits lék sinn fyrsta landsleik fyrir Lettland í síðasta mánuði og komst næst því að spila með þýska landsliðinu þegar hann mætti Þjóðverjum með lettneska 21 árs landsliðinu árið 2022. Þýska sambandið áttaði sig fljótt á mistökunum og fjarlægði nafn Sits af listanum. Þegar AP sóttist eftir skýringu þá var svarið vandræði með gagnagrunninn. Varamarkvörður Manchester City, Stefan Ortega, er í hópnum í fyrsta sinn. Marc-André ter Stegen er meiddur. Ortega gæti því spilað sinn fyrsta landsleik. Þjóðverjar mæta Bosníu og Ungverjalandi í þessum glugga en hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Þeir keppast þó enn við að vinna riðilinn. Hey, @DFB_Team, we appreciate your interest, but @DarioSits's flight is already booked to Riga 🇱🇻— Futbola federācija (@kajbumba) November 7, 2024
Þjóðadeild karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira