Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 09:15 Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind en með henni er lagður grunnur að því hvernig Ísland getur verið leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Gervigreind er að umbreyta heiminum á fordæmalausum hraða. Einstök sóknarfæri felast í þessari þróun fyrir land eins og Ísland. Í greiningu á efnahagslegum tækifærum gervigreindar á Íslandi sem við unnum meðfram aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að um 55% starfa á Íslandi, eða um 130 þúsund manns, eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind en alls verða um 75% starfa fyrir einhverjum áhrifum. Hamlandi regluflækjur Evrópusambandsins Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind. Árangur Íslands mun ráðast af tveimur þáttum: annars vegar hversu öflug við verðum að mennta einstaklinga og auka hæfni þeirra og hins vegar hversu fljót almenn notkun hennar verður á Íslandi. Verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8 til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir því hvernig Íslandi mun farnast í þessum tveimur þáttum. Samanlagt jafngildir það 174 til 1450 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ein af aðgerðum áætlunarinnar snýr að hagsmunagæslu okkar gagnvart ESB, en á meðan Bandaríkin og Kína eru á ljóshraða við nýtingu gervigreindar silast Evrópa áfram. Gervigreindarlöggjöf sambandsins er ítarleg og óskiljanleg regluflækja sem getur auðveldlega hindrað nýsköpun í Evrópu þar sem margar lausnir verða of dýrar eða tímafrekar í þróun vegna kostnaðarsamra og flókinna krafna og eftirlits. Önnur aðgerð snýr að mikilvægi þess að Ísland byggi upp öfluga reiknigetu sem krefst aukins orkuframboðs. Við verðum að laða hingað til lands gervigreindargagnaver svo tækifærin verði að veruleika. 30% af vinnutíma opinberra starfsmanna er hægt að sjálfvirknivæða Gervigreindin mun ekki aðeins auka framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu heldur einnig opna á nýja möguleika í rekstri og skilvirkni hins opinbera. Alþjóðlegar greiningar sýna að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Ávinningurinn af gervigreind nær langt út fyrir hefðbundna efnahagslega mælikvarða. Í opinberri þjónustu opnar hún möguleika á að efla skilvirkni stjórnsýslunnar og stuðla að betri þjónustu við hinn almenna borgara. Í heilbrigðiskerfinu getur hún orðið til þess að bæta sjúkdómsgreiningar og gera meðferðir markvissari. Í menntakerfinu opnar hún nýjar leiðir til einstaklingsmiðaðs náms og símenntunar. Þessi áhrif munu teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins og skapa grundvöll fyrir aukna velsæld og bætt lífsgæði allra landsmanna. Samkeppnishæfni landsins er undir Gervigreind er ekki lengur framtíðartækni - hún er veruleiki dagsins í dag og við verðum að grípa tækifærið. Við verðum að fjárfesta og forgangsraða í tækifærum gervigreindar. Þannig munum við byggja upp samfélag sem er betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og skapa betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir og einfaldað líf fólks. Þetta er okkar tækifæri og okkar ábyrgð. Tíminn til að hefja þessa vegferð er núna. Kynnið ykkur skýrslu um efnahagsleg tækifæri Íslands og aðgerðaráætlun um gervigreind á hvin.is eða í samráðsgátt stjórnvalda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Gervigreind Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hafa fleiri gögn verið framleidd en í allri mannkynssögunni fram að þeim tíma. Það er gott dæmi um það hversu hratt gervigreindin hefur þróast. Í gær kynnti ég fyrstu aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind en með henni er lagður grunnur að því hvernig Ísland getur verið leiðandi í ábyrgri nýtingu gervigreindar sem mun skapa tækifæri, velmegun og framfarir fyrir alla landsmenn. Gervigreind er að umbreyta heiminum á fordæmalausum hraða. Einstök sóknarfæri felast í þessari þróun fyrir land eins og Ísland. Í greiningu á efnahagslegum tækifærum gervigreindar á Íslandi sem við unnum meðfram aðgerðaráætluninni kemur m.a. fram að um 55% starfa á Íslandi, eða um 130 þúsund manns, eru talin líkleg til að verða fyrir miklum áhrifum af gervigreind en alls verða um 75% starfa fyrir einhverjum áhrifum. Hamlandi regluflækjur Evrópusambandsins Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind. Árangur Íslands mun ráðast af tveimur þáttum: annars vegar hversu öflug við verðum að mennta einstaklinga og auka hæfni þeirra og hins vegar hversu fljót almenn notkun hennar verður á Íslandi. Verg landsframleiðsla á Íslandi gæti aukist um 0,8 til 6% árlega fram til ársins 2029, allt eftir því hvernig Íslandi mun farnast í þessum tveimur þáttum. Samanlagt jafngildir það 174 til 1450 milljörðum króna á næstu fimm árum. Ein af aðgerðum áætlunarinnar snýr að hagsmunagæslu okkar gagnvart ESB, en á meðan Bandaríkin og Kína eru á ljóshraða við nýtingu gervigreindar silast Evrópa áfram. Gervigreindarlöggjöf sambandsins er ítarleg og óskiljanleg regluflækja sem getur auðveldlega hindrað nýsköpun í Evrópu þar sem margar lausnir verða of dýrar eða tímafrekar í þróun vegna kostnaðarsamra og flókinna krafna og eftirlits. Önnur aðgerð snýr að mikilvægi þess að Ísland byggi upp öfluga reiknigetu sem krefst aukins orkuframboðs. Við verðum að laða hingað til lands gervigreindargagnaver svo tækifærin verði að veruleika. 30% af vinnutíma opinberra starfsmanna er hægt að sjálfvirknivæða Gervigreindin mun ekki aðeins auka framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu heldur einnig opna á nýja möguleika í rekstri og skilvirkni hins opinbera. Alþjóðlegar greiningar sýna að opinberir starfsmenn verja að meðaltali 30% vinnutímans í verkefni sem mætti sjálfvirknivæða með aðstoð gervigreindar. Ávinningurinn af gervigreind nær langt út fyrir hefðbundna efnahagslega mælikvarða. Í opinberri þjónustu opnar hún möguleika á að efla skilvirkni stjórnsýslunnar og stuðla að betri þjónustu við hinn almenna borgara. Í heilbrigðiskerfinu getur hún orðið til þess að bæta sjúkdómsgreiningar og gera meðferðir markvissari. Í menntakerfinu opnar hún nýjar leiðir til einstaklingsmiðaðs náms og símenntunar. Þessi áhrif munu teygja sig inn í alla króka og kima samfélagsins og skapa grundvöll fyrir aukna velsæld og bætt lífsgæði allra landsmanna. Samkeppnishæfni landsins er undir Gervigreind er ekki lengur framtíðartækni - hún er veruleiki dagsins í dag og við verðum að grípa tækifærið. Við verðum að fjárfesta og forgangsraða í tækifærum gervigreindar. Þannig munum við byggja upp samfélag sem er betur í stakk búið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og skapa betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir og einfaldað líf fólks. Þetta er okkar tækifæri og okkar ábyrgð. Tíminn til að hefja þessa vegferð er núna. Kynnið ykkur skýrslu um efnahagsleg tækifæri Íslands og aðgerðaráætlun um gervigreind á hvin.is eða í samráðsgátt stjórnvalda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar