Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 09:24 Svens rekur fjölda nikótínpúðaverslana. Fyrirtækið er ekki ánægt með fyrirhugaða gjaldtöku af nikótínvörum. Vísir/Egill Eigandi nikótínpúðaverslunar fullyrðir að nýtt gjald sem á að leggja á púðana muni leiða til aukinnar notkunar rafrettna og tóbaks. Gjaldið þýði að sígarettupakkar og nikótínpúðadósir verði á svipuðu verði. Lagt er til að tekið verði upp tuttugu króna gjald á hvert gramm níkótínpúða og fjörutíu krónur af hverjum millilítra af vökva í rafrettum í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum, sem liggur fyrir á Alþingi. Reiknað er með að gjaldið hækki verð á nikótínpúðadósum um þrjú hundruð krónur og einnota rafrettum um áttatíu krónur. Nikótínpúðar og rafrettur hafa fram að þessu að mestu verið undanþegnar gjaldtöku sem er lögð á áfengi og tóbak. Afleiðing gjaldsins er að verð á nikótínpúðadós hækkar allt að tvöfalt og verði dós með tuttugu púðum því á svipuðu verði og pakki með tuttugu vindlingum, að því er kemur fram í umsögn frá Ragnari Orra Benediktssyni fyrir hönd nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens um frumvarpið. Á sama tíma hækki rafrettur um sautján prósent í verði. Í þessu felist neyslustýting frá nikótínpúðum til rafrettna og tóbaks sem Ragnar Orri skrifa að geti ekki verið í samræmi við lýðheilsusjónarmið. „Ef skatturinn yrði lagður á eins og hann liggur fyrir Alþingi núna mun rafrettunotkun margfaldast og tóbaksnotkun aukast á mjög skömmum tíma,“ segir í umsögninni. Að mati fyrirtækisins urfi að hækka skatt á tóbak um fimmtíu til hundrað prósent ef lýðheilsusjónarmið eiga að liggja til grundvallar skattlagningu á nikótínvörum. Innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Dufland tekur í sama streng í sinni umsögn. Með því að færa staðgönguvörur tóbaks í sama verðflokk og tóbak sé vegið að því markmiði að draga úr tóbaksneyslu barna og ungmenna. Landlæknisembættið lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið í sinni umsögn. Það taldi þó að einnig hefði komið til greina að miða gjaldið við nikótínmagn varanna þar sem það gæti vrikað sem hvati til að minnka styrkleika nikótíns í þeim almennt. Ekki heil brú í að skattleggja umbúðirnar Þá gerir Svens athugasemd við að taka eigi gjald af heildarþyngd nikótínvara en ekki nettóþyngd. Þetta þýði að þyngd dósarinnar hafi áhrif á gjöld af púðunum. Ekki sé heil brú í því að skattleggja umbúðir vörunnar. Krefst fyrirtækið þess að gjaldtökunni verði frestað og vandað betur til verka við hana eða að kveðið verði um eins árs aðlögunartímabil. Þá vill það að gjaldið verði lækkað verulega þannig að rafrettur og tóbak verði ekki „helsti kostur neytenda vegna verðmunar við nikótínpúða“. Dufland gagnrýnir harðlega í sinni umsókn hversu brátt fyrirhugaða gjaldið ber að og hversu hátt það er. Örfáir dagar hafi verið gefnir til samráðs um gjaldtöku sem eigi eftir að þvinga innflutnings-, dreifingar- og smásölufyrirtæki til þess að auka álagningu á vöruna. „Neytandi mun því upplifa tvöföldun á neysluverði,“ segir í umsögninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Rafrettur Tengdar fréttir Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Lagt er til að tekið verði upp tuttugu króna gjald á hvert gramm níkótínpúða og fjörutíu krónur af hverjum millilítra af vökva í rafrettum í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum, sem liggur fyrir á Alþingi. Reiknað er með að gjaldið hækki verð á nikótínpúðadósum um þrjú hundruð krónur og einnota rafrettum um áttatíu krónur. Nikótínpúðar og rafrettur hafa fram að þessu að mestu verið undanþegnar gjaldtöku sem er lögð á áfengi og tóbak. Afleiðing gjaldsins er að verð á nikótínpúðadós hækkar allt að tvöfalt og verði dós með tuttugu púðum því á svipuðu verði og pakki með tuttugu vindlingum, að því er kemur fram í umsögn frá Ragnari Orra Benediktssyni fyrir hönd nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens um frumvarpið. Á sama tíma hækki rafrettur um sautján prósent í verði. Í þessu felist neyslustýting frá nikótínpúðum til rafrettna og tóbaks sem Ragnar Orri skrifa að geti ekki verið í samræmi við lýðheilsusjónarmið. „Ef skatturinn yrði lagður á eins og hann liggur fyrir Alþingi núna mun rafrettunotkun margfaldast og tóbaksnotkun aukast á mjög skömmum tíma,“ segir í umsögninni. Að mati fyrirtækisins urfi að hækka skatt á tóbak um fimmtíu til hundrað prósent ef lýðheilsusjónarmið eiga að liggja til grundvallar skattlagningu á nikótínvörum. Innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Dufland tekur í sama streng í sinni umsögn. Með því að færa staðgönguvörur tóbaks í sama verðflokk og tóbak sé vegið að því markmiði að draga úr tóbaksneyslu barna og ungmenna. Landlæknisembættið lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið í sinni umsögn. Það taldi þó að einnig hefði komið til greina að miða gjaldið við nikótínmagn varanna þar sem það gæti vrikað sem hvati til að minnka styrkleika nikótíns í þeim almennt. Ekki heil brú í að skattleggja umbúðirnar Þá gerir Svens athugasemd við að taka eigi gjald af heildarþyngd nikótínvara en ekki nettóþyngd. Þetta þýði að þyngd dósarinnar hafi áhrif á gjöld af púðunum. Ekki sé heil brú í því að skattleggja umbúðir vörunnar. Krefst fyrirtækið þess að gjaldtökunni verði frestað og vandað betur til verka við hana eða að kveðið verði um eins árs aðlögunartímabil. Þá vill það að gjaldið verði lækkað verulega þannig að rafrettur og tóbak verði ekki „helsti kostur neytenda vegna verðmunar við nikótínpúða“. Dufland gagnrýnir harðlega í sinni umsókn hversu brátt fyrirhugaða gjaldið ber að og hversu hátt það er. Örfáir dagar hafi verið gefnir til samráðs um gjaldtöku sem eigi eftir að þvinga innflutnings-, dreifingar- og smásölufyrirtæki til þess að auka álagningu á vöruna. „Neytandi mun því upplifa tvöföldun á neysluverði,“ segir í umsögninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Rafrettur Tengdar fréttir Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01