Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 11:30 Orri Óskarsson skorar hér með skalla gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í gærkvöld. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Orri Óskarsson skoraði sitt fyrsta Evrópumark fyrir spænska liðið Real Sociedad í gærkvöldi, sem jafnframt reyndist eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi. Þetta var þriðji leikur Orra í Evrópudeildinni en hann hafði áður komið inn á sem varamaður gegn Nice og verið í byrjunarliði gegn Anderlecht. Mark Orra í gær kom á 35. mínútu, þegar hann jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf frá Evrópumeistaranum Mikel Oyarzabal. Markið má sjá hér að neðan. Orri hefur áður skorað fimm mörk í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar hann var leikmaður FC Kaupmannahafnar, en markið í gær var hans fyrsta í aðalhluta Evrópukeppni. Orri hefur nú þegar einnig skorað tvö mörk í spænsku 1. deildinni, þar sem hann hefur leikið þrjá leiki í byrjunarliði og fimm sinnum komið inn á sem varamaður. Eins og Vísir fjallaði um í morgun þykir Orri einn af verðmætustu leikmönnum heims, af þeim sem eru 21 árs og yngri. Real Sociedad keypti hann í sumar fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn, eða á tuttugu milljónir evra, en hann er nú metinn á 36 milljónir evra. Orri skoraði stórglæsilegt mark fyrir Ísland í síðasta mánuði, þegar hann bruanði fram hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi, og hann skoraði með hörkuskalla gegn Svartfjallalandi í september. Þessi tvítugi framherji er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem lýkur riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í þessum mánuði, með útileikjum við Svartfjallaland og Wales. Fyrri leikurinn er við Svartfellinga laugardaginn 16. nóvember og sá seinni við Walesverja þriðjudagskvöldið 19. nóvember. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Orra í Evrópudeildinni en hann hafði áður komið inn á sem varamaður gegn Nice og verið í byrjunarliði gegn Anderlecht. Mark Orra í gær kom á 35. mínútu, þegar hann jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf frá Evrópumeistaranum Mikel Oyarzabal. Markið má sjá hér að neðan. Orri hefur áður skorað fimm mörk í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, þegar hann var leikmaður FC Kaupmannahafnar, en markið í gær var hans fyrsta í aðalhluta Evrópukeppni. Orri hefur nú þegar einnig skorað tvö mörk í spænsku 1. deildinni, þar sem hann hefur leikið þrjá leiki í byrjunarliði og fimm sinnum komið inn á sem varamaður. Eins og Vísir fjallaði um í morgun þykir Orri einn af verðmætustu leikmönnum heims, af þeim sem eru 21 árs og yngri. Real Sociedad keypti hann í sumar fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn, eða á tuttugu milljónir evra, en hann er nú metinn á 36 milljónir evra. Orri skoraði stórglæsilegt mark fyrir Ísland í síðasta mánuði, þegar hann bruanði fram hálfan völlinn og þrumaði í netið gegn Tyrklandi, og hann skoraði með hörkuskalla gegn Svartfjallalandi í september. Þessi tvítugi framherji er að sjálfsögðu í íslenska landsliðshópnum sem lýkur riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í þessum mánuði, með útileikjum við Svartfjallaland og Wales. Fyrri leikurinn er við Svartfellinga laugardaginn 16. nóvember og sá seinni við Walesverja þriðjudagskvöldið 19. nóvember.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira