Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 14:32 Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var að gefa út nýja menntastefnu þar sem settar eru fram 21 tillögur sem reynast við frekari athugun frekar innihaldslausar og skorta nánari útlistun. Réttara væri að tala um gamla menntastefnu þar sem um er að ræða töluvert afturhvarf sem minnir á stöðu menntamála um síðustu aldamót. Þannig boða tillögur Sjálfstæðisflokksins m.a. frekari aðgreiningu, samræmd próf og verðmerkta nemendur svo fátt eitt sé nefnt. Þá slær einnig skökku við að setja fram þessar tillögur núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma haft næg tækifæri til að móta menntastefnuna til þess vegar sem kynntur er í tillögunum Gamla góða nostalgían Það að hverfa til baka í hluti sem við þekkjum frá gamalla tíð er blekkjandi nostalgía. Þegar við vöknum af nostalgíukastinu og skoðum staðreyndir þá kemur hið sanna í ljós. Skoðum t.d. Finnland sem eru fremstir meðal jafningja í menntamálum. Þar eru skólar án aðgreiningar og án samræmdra prófa. Í skólunum í Finnlandi er boðið uppá fríar skólamáltíðir og heilbrigðis- og ráðgjafaþjónustu sem stuðlar að því að öll börn fái jöfn tækifæri, möguleika og velferð. Börnum er jafnframt boðið upp á stöðugleika þar sem kennarar fylgja nemendum sínum í mörg ár og kynnast þeim og þeirra þörfum og hæfileikum vel. Menntun er undirstaða jafnréttis og tækifæra Menntun er undirstaða jafnréttis, tækifæra og velferðar í samfélagi okkar. Við í Viðreisn höfnum alfarið afturhvarfinu til fortíðar eins og tillögur Sjálfstæðisflokksins boða. Við viljum tryggja að öll börn hafi aðgang og val um nám við þeirra hæfi án þess þó að við endurskilgreinum stefnuna um skóla fyrir öll börn. Það gerum við með því að tryggja að hverfisskólarnir okkar geti tekið á móti öllum börnum óháð bakgrunni eða mismunandi þörfum. Við þurfum í sífellu að styrkja og bæta skólana og kennarana til að tryggja að nemendur fái menntun í takti við nútímann og þarfir framtíðarinnar. Við þurfum einnig að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og tryggja að þeim líði vel í skólanum. Þau börn sem þurfa meiri þjónustu eiga að sjálfsögðu að fá hana og þar þurfum við að gera betur og tryggja að öll börn sem þurfi á aukinni þjónusta komist inn í skóla sem tekur mið að þeirra þörfum.Það er nauðsynlegt að styðja vel við þá skóla sem eru hér starfræktir fyrir þau börn sem þurfa mikinn sértækan stuðning í öðru umhverfi en sínum heimaskóla. Í því felst þó ekki að við endurskilgreinum skóla án aðgreiningar. Ólík rekstrarform Þessu til viðbótar erum við svo einnig með skóla með ólík rekstrarform sem auka fjölbreytileikann og tryggja að börn og foreldrar geti valið nám við hæfi en við þurfum að passa upp á þar séu viðmið og markmið í samræmi við aðalnámskrá.Viðreisn vill ekki að börn sem þurfa meiri stuðning verði eyrnamerkt og með verðmiða sem reiknaður er af stjórnvöldum, eða búa til sérskóla fyrir þá nemendur svo þau verði örugglega jaðarsett frá upphafi til enda. Hverfisskólar fyrir öll Við verðum að sjá til þess að hefðbundnir hverfisskólar séu því starfi vaxnir að geta tekið á móti börnum óháð bakgrunni, hegðun og greiningum. Það þarf að búa kennurum og öðru starfsfólki gott starfsumhverfi, með áherslu á starfsþróun, tæknivætt starfsumhverfi og samþætta stoðþjónustu. Sérstaklega þarf að huga að því að auka stuðning við kennara vegna nemenda með litla færni í íslensku. Innan skóla þarf að mæta þörfum nemenda með öflugu teymissamstarfi fagfólks, t.a.m. kennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúa og talmeinafræðinga. Að hlúa að börnum er lykilatriði í góðu samfélagi og þar er stefna Viðreisnar skýr. Kvíði, þunglyndi, ofbeldi og vímuefnanotkun eru að aukast, sem og hnífaburður ungmenna sem er sífellt algengara viðfangsefni. Viðreisn talar fyrir því að Ísland eigi að vera fyrirmynd í málefnum barna. Við verðum að útrýma biðlistum og auka forvarnir, veita þeim sálfræðiþjónustu og tryggja jöfn tækifæri. Þarna getur menntakerfið og skólarnir okkar spilað lykilhlutverk til að taka utan um öll börn. Þetta er okkar stóra verkefni sem samfélag. Við þurfum að vera í stakk búin að taka utan um öll börn, mennskan er hvorki metin í talna- eða bókstafakerfi. Höfundur skipar 7. sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og starfar sem umsjónarkennari.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun