Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 22:30 Pétur Ingvarsson er ekki að leita að sömu týpu af leikmanni og Remy Martin og Wendell Green eru. vísir Keflavík spilaði eingöngu á Schengen-samþykktum leikmönnum í sigri sínum gegn ÍR. 79-91 varð niðurstaðan í Skógarselinu. Þjálfarinn Pétur Ingvarsson var nokkuð sáttur eftir leik þrátt fyrir að hafa orðið aðeins hræddur undir lokin. Hann leitur nú að nýjum bandarískum leikmanni og vill finna einhvern fjölhæfari en Remy Martin og Wendell Green. „Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
„Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira