Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2024 15:07 Rakel Dögg Bragadóttir stýrði Fram til sigurs á moti uppeldisfélaginu sínu í dag. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. „Erum lítið að horfa á töfluna“ Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. „Erum lítið að horfa á töfluna“ Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira