Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2024 12:18 Á þessu skjáskoti má sjá nokkur dæmi um viðskiptahætti sem neytendayfirvöld í Evrópu telja slæma séu þeir ekki sannir. Yfirvöld neytendamála hafa ávítt kínverska verslunarrisann Temu fyrir slæma viðskiptahætti. Yfirlögfræðingur Neytendastofu segir Temu gera margt til þess að gabba neytendur til að kaupa vörur. Í kjölfar samræmdrar rannsóknar neytendayfirvalda í Evrópu og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á Temu var fyrirtækinu tilkynnt að viðskiptahættir þess brjóti í bága við löggjöf sambandsins. Neytendastofa birti niðurstöður rannsóknarinnar og segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, ýmislegt við Temu vera grunsamlegt. „Stofnanir innan Evrópu hafa verið að fá mjög margar ábendingar og kvartanir frá neytendum vegna Temu. Bæði vegna afsláttar sem virðast ekki alltaf vera raunverulegur, en líka vegna aðgerða sem eru villandi og eiga að leiða til þess að fólk taki kaupákvörðun sem það hefði mögulega annars ekki tekið,“ segir Matthildur. Hér fyrir neðan má lesa dæmi um viðskiptahætti Temu sem gætu verið ólöglegir. • Falskir afslættir: Að gefa ranglega til kynna að vörur séu boðnar með afslætti.• Þrýstingur við sölu: Að beita neytendur þrýstingi til að klára kaup með aðferðum eins og röngum fullyrðingum um takmarkaðar birgðir eða ranga kaupfresti.• Tilneydd leikjavæðing: Að neyða neytendur til að spila leiki á borð við „lukkuhjól“ til að fá aðgang að markaðstorginu á netinu en fela nauðsynlegar upplýsingar um notkunarskilyrði sem tengjast verðlaunum leiksins.• Villandi eða óljósar upplýsingar: Birta ófullnægjandi og rangar upplýsingar um rétt neytenda til að skila vörum og fá endurgreiðslu. Temu lætur einnig hjá líða að upplýsa neytendur fyrirfram um að pöntun þeirra þurfi að ná ákveðinni lágmarksfjárhæð til þess að þeir geti gengið frá kaupum sínum.• Falskar umsagnir: Að gefa ófullnægjandi upplýsingar um hvernig Temu tryggir áreiðanleika umsagna sem birtar eru á vefsíðu sinni. Yfirvöld fundu umsagnir sem þau grunar að séu óáreiðanlegar.• Faldar tengiliðaupplýsingar: Neytendur geta ekki auðveldlega haft samband við Temu með spurningar eða kvartanir. Þar sem Temu hefur ekki staðfestu í Evrópu er erfitt fyrir yfirvöld að bregðast við. Þó er verið að reyna að knýja fram breytingar þannig að Temu fylgi neytendaverndarlöggjöf ESB. „Þá er í rauninni reynt að leysa frekar úr þessu með samskiptum og sáttamiðlunum, en ef það gengur ekki þá getur framkvæmdastjórnin gripið til þvingunarúrræða,“ segir Matthildur. Neytendastofu hefur ekki borist margar kvartanir vegna Temu. Matthildur telur neytendur á Íslandi séu almennt meðvitaðir um rétt sinn. Þegar verslað er á Temu þarf þó að vera meðvitaður um þeirra viðskiptahætti. „Stærstu atriðin sem eru til skoðanir, það eru að verðlækkanir og tilboð séu ekki raunveruleg. Það er verið að kynna afslátt á vörunni en varan var aldrei seld á fyrra verðinu sem tilgreint er,“ segir Matthildur. „Síðan er erfitt að nálgast upplýsingar um seljandann á þessari síðu. Það er eitt af grundvallaratriðunum sem Neytendastofa hefur verið að benda á varðandi örugg viðskipti. Að neytendur viti við hverja þeir eru að eiga viðskipti við. Að þú getir nálgast upplýsingar um fyrirtækið á síðunni.“ Uppfært 13. nóv kl 15:02. Í kjölfar birtingu fréttarinnar sendi sænska samskiptastofan Agera PR fréttastofu skeyti en stofan sér um samskipti fyrir Temu á Norðurlöndunum. Þar segir að Temu geri sér grein fyrir áhyggjum evrópskra neytendayfirvalda og að fyrirtækið sé að vinna í því að aðlaga reksturinn að reglum sem gilda í EES. Neytendur Kína Evrópusambandið Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í kjölfar samræmdrar rannsóknar neytendayfirvalda í Evrópu og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á Temu var fyrirtækinu tilkynnt að viðskiptahættir þess brjóti í bága við löggjöf sambandsins. Neytendastofa birti niðurstöður rannsóknarinnar og segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur stofnunarinnar, ýmislegt við Temu vera grunsamlegt. „Stofnanir innan Evrópu hafa verið að fá mjög margar ábendingar og kvartanir frá neytendum vegna Temu. Bæði vegna afsláttar sem virðast ekki alltaf vera raunverulegur, en líka vegna aðgerða sem eru villandi og eiga að leiða til þess að fólk taki kaupákvörðun sem það hefði mögulega annars ekki tekið,“ segir Matthildur. Hér fyrir neðan má lesa dæmi um viðskiptahætti Temu sem gætu verið ólöglegir. • Falskir afslættir: Að gefa ranglega til kynna að vörur séu boðnar með afslætti.• Þrýstingur við sölu: Að beita neytendur þrýstingi til að klára kaup með aðferðum eins og röngum fullyrðingum um takmarkaðar birgðir eða ranga kaupfresti.• Tilneydd leikjavæðing: Að neyða neytendur til að spila leiki á borð við „lukkuhjól“ til að fá aðgang að markaðstorginu á netinu en fela nauðsynlegar upplýsingar um notkunarskilyrði sem tengjast verðlaunum leiksins.• Villandi eða óljósar upplýsingar: Birta ófullnægjandi og rangar upplýsingar um rétt neytenda til að skila vörum og fá endurgreiðslu. Temu lætur einnig hjá líða að upplýsa neytendur fyrirfram um að pöntun þeirra þurfi að ná ákveðinni lágmarksfjárhæð til þess að þeir geti gengið frá kaupum sínum.• Falskar umsagnir: Að gefa ófullnægjandi upplýsingar um hvernig Temu tryggir áreiðanleika umsagna sem birtar eru á vefsíðu sinni. Yfirvöld fundu umsagnir sem þau grunar að séu óáreiðanlegar.• Faldar tengiliðaupplýsingar: Neytendur geta ekki auðveldlega haft samband við Temu með spurningar eða kvartanir. Þar sem Temu hefur ekki staðfestu í Evrópu er erfitt fyrir yfirvöld að bregðast við. Þó er verið að reyna að knýja fram breytingar þannig að Temu fylgi neytendaverndarlöggjöf ESB. „Þá er í rauninni reynt að leysa frekar úr þessu með samskiptum og sáttamiðlunum, en ef það gengur ekki þá getur framkvæmdastjórnin gripið til þvingunarúrræða,“ segir Matthildur. Neytendastofu hefur ekki borist margar kvartanir vegna Temu. Matthildur telur neytendur á Íslandi séu almennt meðvitaðir um rétt sinn. Þegar verslað er á Temu þarf þó að vera meðvitaður um þeirra viðskiptahætti. „Stærstu atriðin sem eru til skoðanir, það eru að verðlækkanir og tilboð séu ekki raunveruleg. Það er verið að kynna afslátt á vörunni en varan var aldrei seld á fyrra verðinu sem tilgreint er,“ segir Matthildur. „Síðan er erfitt að nálgast upplýsingar um seljandann á þessari síðu. Það er eitt af grundvallaratriðunum sem Neytendastofa hefur verið að benda á varðandi örugg viðskipti. Að neytendur viti við hverja þeir eru að eiga viðskipti við. Að þú getir nálgast upplýsingar um fyrirtækið á síðunni.“ Uppfært 13. nóv kl 15:02. Í kjölfar birtingu fréttarinnar sendi sænska samskiptastofan Agera PR fréttastofu skeyti en stofan sér um samskipti fyrir Temu á Norðurlöndunum. Þar segir að Temu geri sér grein fyrir áhyggjum evrópskra neytendayfirvalda og að fyrirtækið sé að vinna í því að aðlaga reksturinn að reglum sem gilda í EES.
• Falskir afslættir: Að gefa ranglega til kynna að vörur séu boðnar með afslætti.• Þrýstingur við sölu: Að beita neytendur þrýstingi til að klára kaup með aðferðum eins og röngum fullyrðingum um takmarkaðar birgðir eða ranga kaupfresti.• Tilneydd leikjavæðing: Að neyða neytendur til að spila leiki á borð við „lukkuhjól“ til að fá aðgang að markaðstorginu á netinu en fela nauðsynlegar upplýsingar um notkunarskilyrði sem tengjast verðlaunum leiksins.• Villandi eða óljósar upplýsingar: Birta ófullnægjandi og rangar upplýsingar um rétt neytenda til að skila vörum og fá endurgreiðslu. Temu lætur einnig hjá líða að upplýsa neytendur fyrirfram um að pöntun þeirra þurfi að ná ákveðinni lágmarksfjárhæð til þess að þeir geti gengið frá kaupum sínum.• Falskar umsagnir: Að gefa ófullnægjandi upplýsingar um hvernig Temu tryggir áreiðanleika umsagna sem birtar eru á vefsíðu sinni. Yfirvöld fundu umsagnir sem þau grunar að séu óáreiðanlegar.• Faldar tengiliðaupplýsingar: Neytendur geta ekki auðveldlega haft samband við Temu með spurningar eða kvartanir.
Neytendur Kína Evrópusambandið Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira