Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. nóvember 2024 18:02 "Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Tilvitnaði textinn hér að ofan, er ein af tekjuöflunartillögum Samfylkingar í svokölluðu plani þeirra. Pípari eða annars konar sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofnar ehf-félag um rekstur sinn, greiðir sér, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, laun upp á 817.000. kr. á mánuði í formi reiknaðs endurgjalds, sé hann einn eða með annan starfsmann í vinnu hjá sér. Aukist umsvif píparans svo mikið að hann þurfi að bæta við sig starfsmanni eða starfsmönnum, hækkar þetta reiknaða endurgjald, samkvæmt reglum sem einnig má finna á heimasíðu Skattsins. Af þessum 817.000 kr. fara 203.960 kr. í tekjuskatt og útsvar eða tæplega 25% af heildarlaununum. Af þessum launum greiðir svo félagið auðvitað tryggingargjald 6,35%. Þar sem þessi pípari, eigandi félagsins, vill eiga eithvað til efri áranna, ákveður hann að félagið greiði 10% af upphæði heildarlauna í mótframlag í lífeyrissjóð. Gjaldstofn tryggingargjaldsins verður því 817.000 kr. plús mótframlagið 81.700 kr. eða 898.700 kr. Tryggingargjaldið verður því 57.067 kr. Fari svo að téður pípari geti greitt sér út arð af rekstri ehf-félags síns, er það vegna þess að félagið er rekið með hagnaði. Að tekjur félagsins eru hærri en gjöld félagsins. Af hagnaði félagsins er greiddur 20% tekjuskattur lögaðila og svo 22% fjármagnstekjuskattur af arðinum. Það má halda því til haga, svona í framhjáhlaupi, að önnur tekjuöflunartillaga Samfylkingarnar gengur út á hækkun fjármagnstekjuskatt í 25%. Það er því ansi frjálsleg túlkun, þegar að Samfylkingin túlkar arðgreiðslur til eiganda ehf-félags vegna hagnaðar þess sem launatekjur. Enda eru arðgreiðslur, ekki hluti launakjara. Óíkt því sem að kaupréttur hlutabréfa í fyrirtækjum sannarlega er. Eins og formanni Samfylkingarnar ætti, af gefnu tilefni, nú að vera fullkunnugt um. Þessi frjálslega túlkun sýnir kannski bara fyrst og fremst að Samfylkingin er, þrátt fyrir að umbúðirnar eigi að sýna annað, bara klassískur gamaldags vinstri flokkur. Vinstri menn hafa gjarnan öfundast út í velgengni annarra en þeirra sjálfra og haft öll sín horn í síðu einkaframtaksins. Fyrir velgengni skuli ætíð refsað með hærri og nýjum sköttum! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Tilvitnaði textinn hér að ofan, er ein af tekjuöflunartillögum Samfylkingar í svokölluðu plani þeirra. Pípari eða annars konar sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofnar ehf-félag um rekstur sinn, greiðir sér, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, laun upp á 817.000. kr. á mánuði í formi reiknaðs endurgjalds, sé hann einn eða með annan starfsmann í vinnu hjá sér. Aukist umsvif píparans svo mikið að hann þurfi að bæta við sig starfsmanni eða starfsmönnum, hækkar þetta reiknaða endurgjald, samkvæmt reglum sem einnig má finna á heimasíðu Skattsins. Af þessum 817.000 kr. fara 203.960 kr. í tekjuskatt og útsvar eða tæplega 25% af heildarlaununum. Af þessum launum greiðir svo félagið auðvitað tryggingargjald 6,35%. Þar sem þessi pípari, eigandi félagsins, vill eiga eithvað til efri áranna, ákveður hann að félagið greiði 10% af upphæði heildarlauna í mótframlag í lífeyrissjóð. Gjaldstofn tryggingargjaldsins verður því 817.000 kr. plús mótframlagið 81.700 kr. eða 898.700 kr. Tryggingargjaldið verður því 57.067 kr. Fari svo að téður pípari geti greitt sér út arð af rekstri ehf-félags síns, er það vegna þess að félagið er rekið með hagnaði. Að tekjur félagsins eru hærri en gjöld félagsins. Af hagnaði félagsins er greiddur 20% tekjuskattur lögaðila og svo 22% fjármagnstekjuskattur af arðinum. Það má halda því til haga, svona í framhjáhlaupi, að önnur tekjuöflunartillaga Samfylkingarnar gengur út á hækkun fjármagnstekjuskatt í 25%. Það er því ansi frjálsleg túlkun, þegar að Samfylkingin túlkar arðgreiðslur til eiganda ehf-félags vegna hagnaðar þess sem launatekjur. Enda eru arðgreiðslur, ekki hluti launakjara. Óíkt því sem að kaupréttur hlutabréfa í fyrirtækjum sannarlega er. Eins og formanni Samfylkingarnar ætti, af gefnu tilefni, nú að vera fullkunnugt um. Þessi frjálslega túlkun sýnir kannski bara fyrst og fremst að Samfylkingin er, þrátt fyrir að umbúðirnar eigi að sýna annað, bara klassískur gamaldags vinstri flokkur. Vinstri menn hafa gjarnan öfundast út í velgengni annarra en þeirra sjálfra og haft öll sín horn í síðu einkaframtaksins. Fyrir velgengni skuli ætíð refsað með hærri og nýjum sköttum! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun