Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 11:46 Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Stjórnvöld lofuðu aðgerðum, en þær voru í skötulíki og oft verri en ekkert. Í raun gerðu stjórnvöld þessa tíma gerðu ekkert fyrir skuldara, með þeirri afleiðingu að fjöldi fólks missti heimili sín, og það sem verra er, fjölmargir stóðu eftir allslausir. Til að bæta gráu ofan á svart skulduðu margir áfram eftirstöðvar vegna stökkbreyttra lána þrátt fyrir að búið væri að selja íbúðir þeirra nauðungarsölu . Nokkrum árum síðar höfðu fasteignirnar sem bankarnir og Íbúðalánasjóður höfðu leyst til sín margfaldast í verði, og búið var að selja þær út úr t.d. Íbúðalánasjóði, til braskara, sem í dag eru stórefnaðir íbúðafjárfestar. Íslenskt réttarkerfi er nefnilega þannig uppbyggt, að það refsar engum jafn mikið og skuldurum. En kerfið þarf ekki að vera svona óréttlátt. Við í Flokki fólksins höfum boðað fjölmargar leiðir til að gera regluverkið sanngjarnara. Mig langar í þessari grein minni að vekja athygli á tveimur slíkum leiðum. Sú fyrri er hið svonefnda „Lyklafrumvarp“. Í því leggjum við til að þegar fólk lendir í þeirri stöðu að lán þeirra hafi hækkað umfram verðmæti fasteignar, þá geti fólk einfaldlega „skilað“ húsinu til bankans og verið laust allra mála. Bankinn veitti jú eftir allt saman lán gegn veði í íbúðinni og hlýtur því að sætta sig við að fá trygginguna sem undir láninu stóð, en skuldarinn verður þá laus allra mála og getur hafist strax handa til að endurreisa eigin fjárhag, í stað þess að þurfa að glíma við eftirstöðvar láns síns mörg ár í viðbót. Sú seinni er frumvarp sem kemur í veg fyrir að fasteignir verði seldar langt undir gangverði á nauðungarsölum. Í því frumvarpi leggjum við til að þegar eign er seld nauðungarsölu þá verði það gert með því að setja hana í almennt söluferli, eins og gert er með aðrar fasteignir. Það hefur sýnt sig að nauðungarsöluferlið er ógagnsætt og fjölmörg dæmi eru um að eignir hafi verið boðnar upp fyrir aðeins lítið brot af verðmæti þeirra. Þegar eru í lögum heimildir fyrir skuldara til að fara fram á að eign þeirra verði seld almennri sölu, en ekki boðin upp, en þær heimildir eru þröngar og dæmin um þar sem fallist hefur verið á almenna sölu eru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Þetta eru tvö sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að ná í gegn. En vert er að taka fram að við höfum einnig lagt fram fjölmörg mál sem miða að því að koma í veg fyrir að skuldavandi heimilanna verði svo alvarlegur að fólk sjái fram á að missa hús sín. Má þar sem dæmi nefna frumvarp um að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs, þingsályktunartillögu um hækkun skattleysismarka í 450.000 kr. og frumvarp um afnám verðtryggingar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar