Í tilkynningu segir að gott samstarf ríkis og sveitarfélaga sé grundvallaratriði til að tryggja skilvirka þjónustu og framfarir fyrir samfélagið.
„Á fundinum verða mál sem brenna á kjósendum og sveitarfélögum til umræðu ásamt þeim áskorunum og tækifærum sem bíða sveitarstjórna í kjölfar kosninganna,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Fundarstjóri er Þórdís Valsdóttir og fulltrúar flokka eru:
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrir Vinstri Græn
- Inga Sæland fyrir Flokk fólksins
- Guðbrandur Einarsson fyrir Viðreisn
- Bergþór Ólason fyrir Miðflokkinn
- Ágúst Bjarni Garðarsson fyrir Framsókn
- Arna Lára Jónsdóttir fyrir Samfylkinguna
- Bryndís Haraldsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn
- Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir Pírata
- Sanna Magdalena Mörtudóttir fyrir Sósíalista