„Gæsahúð, án gríns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. nóvember 2024 19:02 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/einar Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja. Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja.
Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira