„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 19:46 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“ Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Vegurinn um Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar verður lokaður í kvöld og í nótt eftir að stór skriða féll á hann um þrjúleytið og önnur minni nokkrum tímum síðar. Vegna þessa er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði og hafa fjöldahjálparstöðvar verið opnaðar fyrir þá sem komast ekki til síns heima. Þá er Hnífsdælingum bent á að setja vatn á brúsa ef til þess kemur að loka þurfi fyrir vatnslögn til bæjarins vegna skriðunnar sem féll á veginn um Eyrarhlíð. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt. Töluverð rigning og hiti hefur verið á svæðinu undanfarna daga og ár flætt yfir vegi. Vegalokanir eru víða enn í gildi og eru vatnsból á svæðinu drullug vegna leysinga. „Sem hefur leitt til þess að hreinsistöðin okkar hefur ekki undan þessu álagi, þetta er eitthvað sem við eigum ekki að venjast. Því fór sem fór og vatnsveitan fór að stíflast í gærkvöldi. Og því vöknuðu bæjarbúar og fyrirtæki við brúnt og skítugt vatn í morgun og það er varúðarráðstöfun að nota ekki þetta vatn, hvorki til matvælaframleiðslu eða almennrar neyslu,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Engin matvælaframleiðsla Öllum matvælafyrirtækjum á svæðinu var lokað í dag þar sem ekki þótti forsvaranlegt að framleiða matvæli við þessar aðstæður. „Það hafa ekki verið framleidd nein matvæli í dag en við vonumst til að það geti byrjað aftur á morgun.“ Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stóð yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. Gular viðvaranir alla vikuna Gular veðurviðvaranir verða víða í gildi fram á föstudag. Spár gera ráð fyrir að veðrið gangi niður á Vestfjörðum með kvöldinu en spár gera aftur ráð fyrir rigningu á fimmtudag. Jón Páll segir vatnsskortinn óboðlegan fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Síðustu þrjú ár hafi verið unnið að því að byggja nýja vatnsveitu sem taka á í notkun í desember. „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót en svona er lífið og við tökumst á við þessi verkefni. En þetta veðrur vonandi í síðasta skipti sem bæjarbúar og fyrirtæki í Bolungarvík þurfa að upplifa svona vandræði í vatnsveitunni okkar.“
Veður Bolungarvík Ísafjarðarbær Samgöngur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira