Skytturnar hafa verið að snúa við blaðinu undanfarnar vikur eftir slaka byrjun á tímabilinu. Í kvöld fór liðið til Ítalíu og vann gríðarlega mikilvægan sigur á Juventus sem kemur liðinu í góða stöðu þegar riðlakeppnin er hálfnuð.
Hin norska Frida Leonhardsen-Maanum kom Arsenal yfir seint í fyrri hálfleik eftir undirbúning Caitlin Foord, staðan 0-1 í hálfleik.
Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka tóku Skytturnar frá Lundúnum yfir leikinn og kláruðu leikinn. Stina Blackstenius tvöfaldaði forystuna eftir sendingu Mariona Caldentey sem skoraði svo sjálf þriðja markið .
Foord, sem hafði lagt upp fyrsta markið, var svo sjálf á skotskónum þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs lektíma. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur leiksins.
Arsenal nú með sex stig í C-riðli líkt og Bayern München sem mætir Vålerenga síðar í kvöld. Juventus er með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Eftir óvænt 2-0 tap gegn Manchester City í fyrstu umferð hefur Barcelona nú unnið tvo leiki í röð og skorað 15 mörk í leikjunum. Í síðustu umferð unnu Evrópumeistararnir 9-0 sigur á Hammarby og í kvöld unnu Börsungar 7-0 sigur á St. Pölten.
Claudia Pina skoraði tvívegis á meðan Ewa Pajor, Kika Nazareth, Aitana Bonmatí, Keira Walsh og Graham skoruðu eitt mark hver.
Barcelona er með sex stig í D-riðli líkt og Man City sem Hammarby síðar í kvöld. St. Pölten er án stiga í botnsætinu.