„Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2024 10:02 Ingibjörg Sigurðardóttur og stöllur hennar í Bröndby eru í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Samherji Ingibjargar í íslenska landsliðinu, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikur einnig með Bröndby. bröndby Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, leikur með Bröndby sem er fyrsta kvennaliðið í Danmörku sem er atvinnumannalið að fullu. Ingibjörg að það hafi verið viðbrigði að koma inn í hálf atvinnumannaumhverfi hjá Bröndby en vonar breytingarnar skili sér inni á vellinum. Bröndby stefnir hátt á næstu árum. Ingibjörg gekk í raðir Bröndby í byrjun september eftir erfiða tíma í Þýskalandi þar sem hún lék með Duisburg. Þar áður átti hún góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og lék einnig með Djurgården í Svíþjóð. Þau lið voru atvinnumannalið að fullu eins og Bröndby er orðið núna. „Þetta þýðir að það eru fleiri stelpur í liðinu sem geta lagt áherslu á fótboltann, meiri tíma og vinnu í hann, sem hjálpar okkur að ná meiri árangri,“ sagði Ingibjörg í samtali við Vísi. 𝐇𝚰𝐒𝐓𝐎𝐑𝚰𝐒𝐊 𝐃𝐀𝐆 💛💙Brøndby IF Women har som den første danske klub taget et historisk skridt mod at styrke kvindefodbolden, ved at indføre fuldtidsprofessionalisme for kvindernes førsteholdstrup. pic.twitter.com/ml8xO3Heqk— Brøndby IF Women (@Brondbywomen) November 11, 2024 „Ég er frekar vön að vera í þannig atvinnumannaumhverfi. Það var allt öðruvísi að koma hingað, æfa seinni partinn þegar fólk var að koma beint úr vinnunni og gat kannski ekki gefið hundrað prósent á æfingum. Fyrir mig komandi úr svona umhverfi síðustu árin finn ég mikinn mun. Þetta er mjög spennandi og mjög gott, sérstaklega fyrir stelpurnar sem eru í vinnu. Þær geta loksins sett fulla einbeitingu á þetta.“ Að sögn Ingibjargar er um helmingur leikmanna Bröndby í vinnu. Flestar dönsku leikmannanna eru í vinnu eða í fullu námi. Vön fullri atvinnumennsku Ingibjörg hefur spilað í atvinnumennsku síðan 2018 og nær allan tímann verið í atvinnumannaumhverfi. „Já, í Vålerenga var þetta kannski svipað ferli og þetta er að fara í núna. Þegar ég kom fyrst voru flestar sem voru atvinnumenn en einhverjar sem voru ekki alveg og þetta var í ferli. En mest allan tímann var þetta atvinnumennsku að fullu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg fagnar sínu fyrsta marki fyrir Bröndby. Það kom í 0-1 sigri á Köge á sunnudaginn.bröndby Ingibjörg segir að hún hafi vitað að breytingar væru í farvatninu hjá Bröndby. Annars hefði hún ekki samið við liðið. Aldrei farið nema þetta myndi breytast „Ég er tekin inn sem hluti af þessu ferli, að breyta liðinu og taka næsta skref og koma inn með mína reynslu, bæði innan vallar og utan. Ég vissi alltaf að þetta væri að fara að koma og hefði aldrei tekið ákvörðun að fara þangað nema þetta færi að breytast. Ég er mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu,“ sagði Ingibjörg. „Þetta var rætt mikið og það voru einhver samtöl byrjuð í sumar þegar karla- og kvennaliðið sameinuðust. Þetta var alltaf markmiðið og er búið að vera ferli sem var loksins samþykkt núna.“ Grindvíkingurinn segir að það hafi verið viðbrigði að koma í hálfatvinnumannaumhverfi eftir að hafa verið vön hinu. Litlu hlutirnir sem skipta ótrúlega miklu máli „Já, alveg aðeins. Bara hlutir sem maður pældi ekkert mikið í. Maður finnur alltaf að orkan minnkar seinni partinn, maður er ekki á toppnum og nær kannski ekki að standa sig eins og maður vill á æfingu. Þetta eru bara svona litlir hlutir sem skipta ótrúlega miklu máli yfir lengri tíma og er ótrúlega mikilvægt,“ sagði Ingibjörg. En hvernig er danska deildin miðað við aðrar deildir sem hún hefur spilað í? „Þetta er mjög svipað norska og sænska boltanum. Það er mikil ákefð og barátta sem hentar mér mjög vel. Síðan er þetta deild og félög sem eru á uppleið, eins og Nordsjælland og nú er FCK líka komið með kvennalið þannig að þetta er mjög spennandi. Þetta er ólíkast Þýskalandi,“ sagði Ingibjörg sem nýtur sín vel hjá Bröndby eftir erfiða tíma hjá Duisburg. Ingibjörg fagnar eftir sigurinn frækna á Þýskalandi, 3-0, sem tryggði Íslandi sæti á EM 2025.vísir/anton „Algjörlega. Þetta var einmitt það sem ég þurfti. Líka að vera með þjálfara og þjálfarateymi sem vildi mikið fá mig og vill nýta þá styrkleika sem ég er með, bæði innan og utan vallar. Ég nýt mín mjög vel.“ Ingibjörg segir að Bröndby stefni hátt á næstu árum. „Í nánustu framtíð ætlum við að vinna deildina hérna í Danmörku en síðan er markmiðið að vera með bestu liðum Skandinavíu og taka svipuð skref og Hammarby, Häcken og Vålerenga hafa gert; að reyna að komast í Meistaradeildina og keppa við bestu lið í heimi,“ sagði Ingibjörg að endingu. Danski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Ingibjörg gekk í raðir Bröndby í byrjun september eftir erfiða tíma í Þýskalandi þar sem hún lék með Duisburg. Þar áður átti hún góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og lék einnig með Djurgården í Svíþjóð. Þau lið voru atvinnumannalið að fullu eins og Bröndby er orðið núna. „Þetta þýðir að það eru fleiri stelpur í liðinu sem geta lagt áherslu á fótboltann, meiri tíma og vinnu í hann, sem hjálpar okkur að ná meiri árangri,“ sagði Ingibjörg í samtali við Vísi. 𝐇𝚰𝐒𝐓𝐎𝐑𝚰𝐒𝐊 𝐃𝐀𝐆 💛💙Brøndby IF Women har som den første danske klub taget et historisk skridt mod at styrke kvindefodbolden, ved at indføre fuldtidsprofessionalisme for kvindernes førsteholdstrup. pic.twitter.com/ml8xO3Heqk— Brøndby IF Women (@Brondbywomen) November 11, 2024 „Ég er frekar vön að vera í þannig atvinnumannaumhverfi. Það var allt öðruvísi að koma hingað, æfa seinni partinn þegar fólk var að koma beint úr vinnunni og gat kannski ekki gefið hundrað prósent á æfingum. Fyrir mig komandi úr svona umhverfi síðustu árin finn ég mikinn mun. Þetta er mjög spennandi og mjög gott, sérstaklega fyrir stelpurnar sem eru í vinnu. Þær geta loksins sett fulla einbeitingu á þetta.“ Að sögn Ingibjargar er um helmingur leikmanna Bröndby í vinnu. Flestar dönsku leikmannanna eru í vinnu eða í fullu námi. Vön fullri atvinnumennsku Ingibjörg hefur spilað í atvinnumennsku síðan 2018 og nær allan tímann verið í atvinnumannaumhverfi. „Já, í Vålerenga var þetta kannski svipað ferli og þetta er að fara í núna. Þegar ég kom fyrst voru flestar sem voru atvinnumenn en einhverjar sem voru ekki alveg og þetta var í ferli. En mest allan tímann var þetta atvinnumennsku að fullu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg fagnar sínu fyrsta marki fyrir Bröndby. Það kom í 0-1 sigri á Köge á sunnudaginn.bröndby Ingibjörg segir að hún hafi vitað að breytingar væru í farvatninu hjá Bröndby. Annars hefði hún ekki samið við liðið. Aldrei farið nema þetta myndi breytast „Ég er tekin inn sem hluti af þessu ferli, að breyta liðinu og taka næsta skref og koma inn með mína reynslu, bæði innan vallar og utan. Ég vissi alltaf að þetta væri að fara að koma og hefði aldrei tekið ákvörðun að fara þangað nema þetta færi að breytast. Ég er mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu,“ sagði Ingibjörg. „Þetta var rætt mikið og það voru einhver samtöl byrjuð í sumar þegar karla- og kvennaliðið sameinuðust. Þetta var alltaf markmiðið og er búið að vera ferli sem var loksins samþykkt núna.“ Grindvíkingurinn segir að það hafi verið viðbrigði að koma í hálfatvinnumannaumhverfi eftir að hafa verið vön hinu. Litlu hlutirnir sem skipta ótrúlega miklu máli „Já, alveg aðeins. Bara hlutir sem maður pældi ekkert mikið í. Maður finnur alltaf að orkan minnkar seinni partinn, maður er ekki á toppnum og nær kannski ekki að standa sig eins og maður vill á æfingu. Þetta eru bara svona litlir hlutir sem skipta ótrúlega miklu máli yfir lengri tíma og er ótrúlega mikilvægt,“ sagði Ingibjörg. En hvernig er danska deildin miðað við aðrar deildir sem hún hefur spilað í? „Þetta er mjög svipað norska og sænska boltanum. Það er mikil ákefð og barátta sem hentar mér mjög vel. Síðan er þetta deild og félög sem eru á uppleið, eins og Nordsjælland og nú er FCK líka komið með kvennalið þannig að þetta er mjög spennandi. Þetta er ólíkast Þýskalandi,“ sagði Ingibjörg sem nýtur sín vel hjá Bröndby eftir erfiða tíma hjá Duisburg. Ingibjörg fagnar eftir sigurinn frækna á Þýskalandi, 3-0, sem tryggði Íslandi sæti á EM 2025.vísir/anton „Algjörlega. Þetta var einmitt það sem ég þurfti. Líka að vera með þjálfara og þjálfarateymi sem vildi mikið fá mig og vill nýta þá styrkleika sem ég er með, bæði innan og utan vallar. Ég nýt mín mjög vel.“ Ingibjörg segir að Bröndby stefni hátt á næstu árum. „Í nánustu framtíð ætlum við að vinna deildina hérna í Danmörku en síðan er markmiðið að vera með bestu liðum Skandinavíu og taka svipuð skref og Hammarby, Häcken og Vålerenga hafa gert; að reyna að komast í Meistaradeildina og keppa við bestu lið í heimi,“ sagði Ingibjörg að endingu.
Danski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira