Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2024 10:31 Sigrún Ósk var fluga á vegg hjá Rauða krossinum. Í Skútuvogi í Reykjavík fer fram flokkun á því sem Fatasöfnun Rauða krossins berst, en að meðaltali rúlla tíu þúsund kíló af fatnaði og textíl þar í gegn á hverjum einasta degi. „Það er nóg til af notuðum fötum, eða um 2500 tonn á ári af textíl,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri í fataverkefni Rauða krossins, í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Óhreinn fatnaður og ónýtur fer í eina körfu - hann á þó enn séns á að komast aftur í hringrásina erlendis þangað sem hann er seldur. Aðalmálið er þó að finna fatnað sem hægt er að selja í einhverri af nítján verslunum Rauða krossins hér heima, en þær eru ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Guðrún rakst á lopapeysu þegar hún fór í gegnum fötin með Sigrúnu Ósk sjónvarpskonu. „Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir okkur. Ferðafólk er mjög spennt fyrir því að kaupa íslenskan lopa. Það selst allt af lopanum, kjólar seljast og barnaföt en það mætti seljast meira af barnafötum því við fáum gríðarlegt magn,“ segir Guðbjörg. Haldi fólk að tilviljun ráði því hvað er í búðunum hverju sinni þá er það misskilningur. Hér vita starfsmenn nákvæmlega hvað selst og hvenær. Föt eru flokkuð í ákveðna bunka árið um kring og þau sett í búðirnar á hárréttum tíma. „Núna eru jólin að skella á og þá erum við að setja allar jólapeysurnar af stað. Bleikur október er nýliðin og þá söfnum við einhverju bleiku og höfum það tilbúið,“ segir Elsa Vestmann Kjartansdóttir, samfélagsmiðlastjóri hjá fatabúðum Rauða krossins. „Stundum erum við með eitthvað til hliðar sem við ætlum að rannsaka betur, ef það er til að mynda merkjavara hvort hún sé ekta og hvað hún kostar á eBay, en við erum alltaf með hana miklu ódýrari en á eBay.“ Sigrún leit einnig við í verslun Rauða krossins í Kringlunni og fékk að skyggnast fyrir hvað sé til sölu þar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
„Það er nóg til af notuðum fötum, eða um 2500 tonn á ári af textíl,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri í fataverkefni Rauða krossins, í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Óhreinn fatnaður og ónýtur fer í eina körfu - hann á þó enn séns á að komast aftur í hringrásina erlendis þangað sem hann er seldur. Aðalmálið er þó að finna fatnað sem hægt er að selja í einhverri af nítján verslunum Rauða krossins hér heima, en þær eru ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Guðrún rakst á lopapeysu þegar hún fór í gegnum fötin með Sigrúnu Ósk sjónvarpskonu. „Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir okkur. Ferðafólk er mjög spennt fyrir því að kaupa íslenskan lopa. Það selst allt af lopanum, kjólar seljast og barnaföt en það mætti seljast meira af barnafötum því við fáum gríðarlegt magn,“ segir Guðbjörg. Haldi fólk að tilviljun ráði því hvað er í búðunum hverju sinni þá er það misskilningur. Hér vita starfsmenn nákvæmlega hvað selst og hvenær. Föt eru flokkuð í ákveðna bunka árið um kring og þau sett í búðirnar á hárréttum tíma. „Núna eru jólin að skella á og þá erum við að setja allar jólapeysurnar af stað. Bleikur október er nýliðin og þá söfnum við einhverju bleiku og höfum það tilbúið,“ segir Elsa Vestmann Kjartansdóttir, samfélagsmiðlastjóri hjá fatabúðum Rauða krossins. „Stundum erum við með eitthvað til hliðar sem við ætlum að rannsaka betur, ef það er til að mynda merkjavara hvort hún sé ekta og hvað hún kostar á eBay, en við erum alltaf með hana miklu ódýrari en á eBay.“ Sigrún leit einnig við í verslun Rauða krossins í Kringlunni og fékk að skyggnast fyrir hvað sé til sölu þar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira