Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar 14. nóvember 2024 14:00 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi. Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn. Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll. Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir. Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka. Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi Það ættir þú líka að gera! Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi. Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn. Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll. Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir. Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka. Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi Það ættir þú líka að gera! Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun