„Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Kári Mímisson skrifar 14. nóvember 2024 22:37 Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari Hattar en liðið stóð vel í Stjörnumönnum í kvöld. vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“ Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir,“ sagði Viðar. Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“
Bónus-deild karla Höttur Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira