Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2024 16:01 Stevan Jovetic, fyrirliði Svartfellinga verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi Vísir/Getty Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. Vegna uppsafnaðra gulra spjalda þarf Jovetic að taka út leikbann og segir Risto Radunovic, einn af reyndari leikmönnum Svartfellinga það vera mikinn skell. „Við hörfum trú á sigri þó að við séum mjög særðir þar sem að fyrirliðinn okkar, Jovetic, tekur út leikbann í leiknum. Þrátt fyrir það höfum við trú á því að okkar leikmenn búi yfir gæðum og styrk til þess að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er með mjög gott lið, við sáum það í fyrri leik liðanna. Ég býst þó við því á okkar heimavelli, með okkar stuðningsmenn á bak við okkur að við getum náð í góð úrslit.“ Risto Radunovic er bakvörður að upplagi og leikmaður FCSB í Rúmeníu sem og landsliðs SvartfjallalandsVísir/Getty Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf sigur og treysta á að Wales tapi um leið stigum gegn Tyrklandi til að stilla upp úrslitaleik um umspilssæti við Wales á þriðjudaginn kemur fyrir A deild Þjóðadeildarinnar. Svartfellingar eru enn án stiga í riðlinum og vilja sækja sín fyrstu gegn okkar mönnum. „Við horfum klárlega á sóknarmenn liðsins sem ógn. En Ísland hefur yfir að skipa góðu liði. Eru góðir í föstu leikatriðunum. Þetta verður erfiður leikur. Við erum með núll stig í riðlunum og þurfum að snúa því gengi okkar við og ná í sigur.“ Klippa: Leikmaður Svartfellinga segir þá særða Ísland vann fyrri leik liðanna í Reykjavík fyrr á árinu þar sem að bæði mörk okkar manna komu eftir hornspyrnu. Aðspurður hvort Svartfellingar hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriðin var Risto stuttorður og hnitmiðaður. „Já.“ Leikurinn fer fram í Niksic í Svartfjallalandi í dag og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun hefst klukkan 16:30. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Vegna uppsafnaðra gulra spjalda þarf Jovetic að taka út leikbann og segir Risto Radunovic, einn af reyndari leikmönnum Svartfellinga það vera mikinn skell. „Við hörfum trú á sigri þó að við séum mjög særðir þar sem að fyrirliðinn okkar, Jovetic, tekur út leikbann í leiknum. Þrátt fyrir það höfum við trú á því að okkar leikmenn búi yfir gæðum og styrk til þess að sækja sigur. Þetta verður erfiður leikur. Ísland er með mjög gott lið, við sáum það í fyrri leik liðanna. Ég býst þó við því á okkar heimavelli, með okkar stuðningsmenn á bak við okkur að við getum náð í góð úrslit.“ Risto Radunovic er bakvörður að upplagi og leikmaður FCSB í Rúmeníu sem og landsliðs SvartfjallalandsVísir/Getty Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf sigur og treysta á að Wales tapi um leið stigum gegn Tyrklandi til að stilla upp úrslitaleik um umspilssæti við Wales á þriðjudaginn kemur fyrir A deild Þjóðadeildarinnar. Svartfellingar eru enn án stiga í riðlinum og vilja sækja sín fyrstu gegn okkar mönnum. „Við horfum klárlega á sóknarmenn liðsins sem ógn. En Ísland hefur yfir að skipa góðu liði. Eru góðir í föstu leikatriðunum. Þetta verður erfiður leikur. Við erum með núll stig í riðlunum og þurfum að snúa því gengi okkar við og ná í sigur.“ Klippa: Leikmaður Svartfellinga segir þá særða Ísland vann fyrri leik liðanna í Reykjavík fyrr á árinu þar sem að bæði mörk okkar manna komu eftir hornspyrnu. Aðspurður hvort Svartfellingar hefðu farið sérstaklega yfir föstu leikatriðin var Risto stuttorður og hnitmiðaður. „Já.“ Leikurinn fer fram í Niksic í Svartfjallalandi í dag og verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Upphitun hefst klukkan 16:30.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira