Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 22:34 Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun