Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar 17. nóvember 2024 20:01 Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun