Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:01 Róbert Orri Þorkelsson virtist varla trúa eigin augum eftir sjálfsmarkið. Skjáskot/TV2 Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson skoraði hreint ótrúlegt sjálfsmark og er eflaust manna fegnastur yfir því að lið hans Kongsvinger skuli vera komið áfram í næstu umferð umspils um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. „Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni. Norski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni.
Norski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira