Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:01 Róbert Orri Þorkelsson virtist varla trúa eigin augum eftir sjálfsmarkið. Skjáskot/TV2 Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson skoraði hreint ótrúlegt sjálfsmark og er eflaust manna fegnastur yfir því að lið hans Kongsvinger skuli vera komið áfram í næstu umferð umspils um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. „Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni. Norski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
„Þetta er snargalið sjálfsmark frá Þorkelssyni,“ sagði Amund Lutnæs í lýsingu TV 2, um sjálfsmarkið sem Róbert Orri skoraði í mikilvægum umspilsleik gegn Lyn í gær. Markið má sjá hér að neðan. The own goal by Robert Thorkelsson that gave Lyn the lead! 🫣 https://t.co/2HYisQKaF1 pic.twitter.com/iCQwtLuoBv— Football Norway (@NorwayFooty) November 17, 2024 Með markinu komst Lyn yfir í leiknum, seint í fyrri hálfleik, og það var ekki fyrr en á 85. mínútu sem að Kongsvinger tókst að jafna metin. Kongsvinger hafði svo betur í framlengingu með marki á 105. mínútu, þrátt fyrir að vera svo manni færra síðustu tíu mínútur framlengingarinnar. „Þetta á ekki að vera hægt“ En sjálfsmarkið hans Róberts Orra vakti engu að síður mikla athygli. Hann fékk sendingu til baka í eigin vítateig og teygði sig klaufalega í boltann þannig að hann hrökk í markið. „Það er algjör ringulreið þarna í öftustu línu hjá Kongsvinger. Þetta er sjálfsmark ársins í Obos-deildinni. Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Lutnæs í lýsingu TV 2. „Fáránlegt atvik,“ bætti hann við. Hinn 22 ára gamli Róbert Orri, sem fór í atvinnumennsku til Montreal í MLS-deildinni árið 2021, kom til Kongsvinger fyrir tímabilið sem nú er að klárast og hefur spilað tuttugu leiki í vörn liðsins. Kongsvinger hafnaði í 6. sæti norsku 1. deildarinnar og komst þar með í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Eins og fyrr segir er liðið nú búið að slá út Lyn, sem hafnaði í 5. sæti, og þarf næst að slá út Egersund sem endaði í 4. sæti. Sigurliðið þar mætir svo Moss, sem endaði í 3. sæti, og loks spilar sigurliðið úr þeim leik við þriðja neðsta liðið úr úrvalsdeildinni.
Norski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira