Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar 18. nóvember 2024 07:15 Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun