Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson og Eva Pandora Baldursdóttir skrifa 18. nóvember 2024 13:45 Hver hefur ekki lent í því að smella óvart á hlekk og uppgötva, of seint, að tugir þúsunda eru horfnir af kortinu? Eða sent djarfa mynd til elskhuga, bara til að átta sig á að hún er komin á flakk? Þið megið sjálf giska, kæru lesendur, hvor höfunda á hverja sögu. Netöryggi er lykilþáttur í öryggismálum samtímans þar sem hröð tækniþróun gerir okkur sífellt háðari stafrænu umhverfi og berskjaldaðri fyrir ógnunum sem því fylgja. Netöryggi snýst ekki aðeins um tæknileg úrræði heldur einnig samfélagslega ábyrgð sem varðar persónuöryggi, efnahagslegan stöðugleika og ekki síst persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Það er mikið öryggismál að skapa regluverk sem heldur í við tæknibreytingar og veitir öflugar netvarnir án þess að skerða rétt borgaranna til friðhelgi. Jafnframt þurfum við að hafa getu til að bregðast við stafrænum ógnum, skipulega og af yfirvegun og ábyrgð. Viðreisn er frelsisflokkur. Við leggjum áherslu á lausnir sem tryggja bæði friðhelgi einkalífs og almannaöryggi. Netöryggi varðar okkur öll; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sem reiða sig á örugg samskipti. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja netöryggi allra, óháð stöðu eða staðsetningu. Mikilvægt er að lögreglan, saksóknarar og aðrar réttarvörslustofnanir séu vel í stakk búnar til að takast á við netbrot þar sem friðhelgi einstaklinga er í húfi. Netöryggisstefna 2022-2037 og aðgerðaráætlun til ársins 2026 eru skref í rétta átt. Reglubundin endurskoðun þeirra tryggir að stefnan fylgi hraðri þróun á sviði tækni og netógna, sem hefur áhrif á persónuvernd og friðhelgi almennings. Aðgerðirnar taka meðal annars á netglæpum og fela í sér sjö lykilþætti á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins: Fræðsluátak um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna. Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása. Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu. Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot. Aukin fræðsla innan réttarvörslukerfisins um netglæpi. Aukið öryggi barna á netinu. Efling tæknilegrar getu lögreglunnar við rannsóknir á barnaníðsefnis. Það er brýnt að ljúka þessum aðgerðum eins fljótt og kostur er. Netbrot og netsvik gegn einstaklingum og fyrirtækjum eru í vaxandi mæli, oft af hálfu erlendra brotahópa sem láta ekki landamæri hindra sig. Lögreglan þarf að fá stuðning og sérfræðiþekkingu til að tryggja öryggi og friðhelgi borgaranna. Einnig þarf að stofna sérstaka miðstöð netbrotarannsókna (e. cyber crime centre) líkt og tíðkast í flestum nágrannaríkjum okkar. Viðreisn styður þessa stefnu, þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum. Með öflugri fræðslu, bættri löggjöf og aðgengilegum úrræðum á sviði netöryggis getum við eflt vitund og hæfni samfélagsins á þessu sviði. Geta lögreglunnar þarf að vera nægilega öflug til að takast á við netöryggisáskoranir, svo hún geti verndað öryggi og friðhelgi allra. Með því að horfa á netöryggi sem hluta af almannaöryggi stöndum við sterkar gegn utanaðkomandi ógnum og tryggjum að netöryggi sé grundvallarréttur allra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata. Skipa 3. og 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Netöryggi Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki lent í því að smella óvart á hlekk og uppgötva, of seint, að tugir þúsunda eru horfnir af kortinu? Eða sent djarfa mynd til elskhuga, bara til að átta sig á að hún er komin á flakk? Þið megið sjálf giska, kæru lesendur, hvor höfunda á hverja sögu. Netöryggi er lykilþáttur í öryggismálum samtímans þar sem hröð tækniþróun gerir okkur sífellt háðari stafrænu umhverfi og berskjaldaðri fyrir ógnunum sem því fylgja. Netöryggi snýst ekki aðeins um tæknileg úrræði heldur einnig samfélagslega ábyrgð sem varðar persónuöryggi, efnahagslegan stöðugleika og ekki síst persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Það er mikið öryggismál að skapa regluverk sem heldur í við tæknibreytingar og veitir öflugar netvarnir án þess að skerða rétt borgaranna til friðhelgi. Jafnframt þurfum við að hafa getu til að bregðast við stafrænum ógnum, skipulega og af yfirvegun og ábyrgð. Viðreisn er frelsisflokkur. Við leggjum áherslu á lausnir sem tryggja bæði friðhelgi einkalífs og almannaöryggi. Netöryggi varðar okkur öll; einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, sem reiða sig á örugg samskipti. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja netöryggi allra, óháð stöðu eða staðsetningu. Mikilvægt er að lögreglan, saksóknarar og aðrar réttarvörslustofnanir séu vel í stakk búnar til að takast á við netbrot þar sem friðhelgi einstaklinga er í húfi. Netöryggisstefna 2022-2037 og aðgerðaráætlun til ársins 2026 eru skref í rétta átt. Reglubundin endurskoðun þeirra tryggir að stefnan fylgi hraðri þróun á sviði tækni og netógna, sem hefur áhrif á persónuvernd og friðhelgi almennings. Aðgerðirnar taka meðal annars á netglæpum og fela í sér sjö lykilþætti á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins: Fræðsluátak um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna. Greining á valdheimildum stjórnvalda vegna netárása. Endurskoðun refsi- og réttarfarslaga varðandi afbrot tengd Netinu. Endurmat á skipulagi lögreglunnar til að takast á við netbrot. Aukin fræðsla innan réttarvörslukerfisins um netglæpi. Aukið öryggi barna á netinu. Efling tæknilegrar getu lögreglunnar við rannsóknir á barnaníðsefnis. Það er brýnt að ljúka þessum aðgerðum eins fljótt og kostur er. Netbrot og netsvik gegn einstaklingum og fyrirtækjum eru í vaxandi mæli, oft af hálfu erlendra brotahópa sem láta ekki landamæri hindra sig. Lögreglan þarf að fá stuðning og sérfræðiþekkingu til að tryggja öryggi og friðhelgi borgaranna. Einnig þarf að stofna sérstaka miðstöð netbrotarannsókna (e. cyber crime centre) líkt og tíðkast í flestum nágrannaríkjum okkar. Viðreisn styður þessa stefnu, þar sem almannahagsmunir eru settir framar sérhagsmunum. Með öflugri fræðslu, bættri löggjöf og aðgengilegum úrræðum á sviði netöryggis getum við eflt vitund og hæfni samfélagsins á þessu sviði. Geta lögreglunnar þarf að vera nægilega öflug til að takast á við netöryggisáskoranir, svo hún geti verndað öryggi og friðhelgi allra. Með því að horfa á netöryggi sem hluta af almannaöryggi stöndum við sterkar gegn utanaðkomandi ógnum og tryggjum að netöryggi sé grundvallarréttur allra. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar, og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata. Skipa 3. og 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun