Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon, Margrét Manda Jónsdóttir og Martin Swift skrifa 18. nóvember 2024 14:45 Í hjarta Reykjavíkur, þar sem ævintýri borgarlífsins og náttúrunnar mætast, búa íbúar við lífsgæðaskerðingu vegna stóraukinnar starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Þetta á sérstaklega við um íbúa í hverfum sem liggja í nágrenni flugvallarins, svo sem við Hlíðar, Miðbæ, Vesturbæ og Kópavog en einnig þau hverfi sem liggja undir fluglínum. Hverfi höfuðborgarsvæðisins hafa hvert um sig sína kosti og galla og jákvætt að þau hafi hvert sitt sérkenni svo íbúar geti valið sér bústað eftir því hvort þau meti lífsgæði sem nálægð við miðborgina og helstu stofnanir eða nálægð við stærri útivistarsvæði í jaðri þéttbýlisins. Eins er eðlilegt að borgin taki breytingum og þróist eftir því sem íbúum fjölgar og innviðir þróast. Við eigum þó að gera þá sjálfsögðu kröfu að byggðin þróist á forsendum aukinna lífsgæða. Aukin umsvif í flugi kemur niður á lífsgæðum íbúa í nágrenni flugvallarins og mikilvægt að vega ábata við umferðina í samhengi við skerðingu í lífsgæðum og heilsu íbúa. Hávaðamengun skerðir lífsgæði Flugumferðin skapar samfelldan hávaða sem truflar daglegt líf íbúa. Það er eðlilegt en óheppilegt að umferðin er mest á góðviðrisdögum og um helgar þegar fólk flykkist í útiveru heimavið eða á nálægum útivistarsvæðum. Nærri flugvellinum eru miklar náttúruperlur á við Ægissíðuna, Fossvogsdalinn, Nauthólsvík og Öskjuhlíðina en linnulítil umferð óþarfa flugumferðar skerðir gæði þeirra verulega. Drunur frá flugvélum og þyrlum við flugtak og lendingu — eða bara í útsýnisflugi yfir borginni eins og dæmi eru um — brjóta upp gæðastundir íbúa eins og að vera úti í fjöru, á róló, á fótboltaæfingu, í göngutúr með hundinn eða að ditta að húsinu. Hávaðinn er truflandi og stundum ærandi. Áhrifin eru ekki síst á börn sem eiga sum erfitt með að einbeita sér eða leika í friði á útileiksvæðum og ekki má gleyma að neikvæð áhrif hávaðamengunar hverfa ekki þótt börn taki ekki eftir áreitinu. Sumstaðar er vart hægt að láta börn sofa úti við vegna þess að þau eru reglulega vakin af dynjandi hávaða frá flugumferð, með neikvæðum áhrifum á heilsu og vellíðan bæði barna og fullorðinna. Loftmengun – ósýnilegur skaðvaldur Hávaðamengunin er þó ekki eina vandamálið. Flugumferð veldur loftmengun sem hefur áhrif á heilsu íbúa. Þessi mengun safnast saman yfir hverfin og dregur úr loftgæðum í borgarlandslaginu. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir viðkvæma hópa eins og börn, aldraða, og þá sem eiga við heilsufarsvanda að stríða. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum loftmengunar á heilsu sína og umhverfi, en einnig á umhverfisáhrifin almennt þar sem flugið er stórtækur losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda. Aðventan undir fluglínum Núna er aðventan handan við hornið þar sem íbúar vilja njóta gæðastunda með fjölskyldum og vinum. Samkvæmt nýjustu mælingum jarðfræðinga má einnig vænta nýs eldgos á Reykjanesskaganum. Í fyrri gosum hafa þyrlufyrirtæki keppst við að selja þyrluferðir að gosunum, þetta hefur verið hálfgerð vertíð og eftirspurnin svo mikil að Reykjavíkurflugvöllur hefur varla ráðið við þessa starfsemisaukningu. Íbúar hafa kvartað sáran og sést það vel á aðsendum kvörtunum til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Jólasveinaskemmtanir og ýmsar uppákomur eins og tendrun ljósa á Oslóartrénu eru mikilvæg augnablik í lífi margra fjölskyldna. Íbúar eiga að geta haldið aðventuna hátíðlega án þess að þurfa að búast við viðvarandi slætti þyrluspaða. Þörf fyrir lausnir Það er ljóst að ástandið kallar á breyttar áherslur. Íbúar sem velja að búa í þessum hverfum gera það með þeim tilgangi að njóta borgarlífsins í sátt við umhverfi sitt. Þeir vilja ganga eða hjóla í stað þess að vera háðir bílum, en flugumferðin undirstrikar skort á samhæfðum lausnum sem stuðla að betri borgarumhverfi og lífsgæðum. Stjórnmálafólk og stjórn(endur) flugvallarins verða að taka tillit til þarfa og áhyggja íbúanna í stað þess að sniðganga þær í þágu annarra hagsmunahópa. Starfsemi flugvallarins verður að þróast í takt við daglegt líf íbúa, með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum á lífsgæði og lýðheilsu. Ráðafólk þarf að hlusta á raddir íbúa og íhuga hvernig höfuðborgarsvæðið getur orðið að mannvænna borgarumhverfi. Það krefst umræðu um að aðlaga starfsemi flugvallarins í samtali við íbúa. Reykjavíkurflugvöllur er sannarlega mikilvægur hluti innviða borgarinnar, en það má ekki koma niður á heilsu og lífsgæðum þeirra sem búa í nágrenni hans. Til að skapa betri framtíð fyrir alla þarf að tryggja opið samráð við íbúa sem búa í grennd við flugvöllinn. Höfundar eru meðlimir í samtökunum Hjóðmörk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Umhverfismál Fréttir af flugi Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í hjarta Reykjavíkur, þar sem ævintýri borgarlífsins og náttúrunnar mætast, búa íbúar við lífsgæðaskerðingu vegna stóraukinnar starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Þetta á sérstaklega við um íbúa í hverfum sem liggja í nágrenni flugvallarins, svo sem við Hlíðar, Miðbæ, Vesturbæ og Kópavog en einnig þau hverfi sem liggja undir fluglínum. Hverfi höfuðborgarsvæðisins hafa hvert um sig sína kosti og galla og jákvætt að þau hafi hvert sitt sérkenni svo íbúar geti valið sér bústað eftir því hvort þau meti lífsgæði sem nálægð við miðborgina og helstu stofnanir eða nálægð við stærri útivistarsvæði í jaðri þéttbýlisins. Eins er eðlilegt að borgin taki breytingum og þróist eftir því sem íbúum fjölgar og innviðir þróast. Við eigum þó að gera þá sjálfsögðu kröfu að byggðin þróist á forsendum aukinna lífsgæða. Aukin umsvif í flugi kemur niður á lífsgæðum íbúa í nágrenni flugvallarins og mikilvægt að vega ábata við umferðina í samhengi við skerðingu í lífsgæðum og heilsu íbúa. Hávaðamengun skerðir lífsgæði Flugumferðin skapar samfelldan hávaða sem truflar daglegt líf íbúa. Það er eðlilegt en óheppilegt að umferðin er mest á góðviðrisdögum og um helgar þegar fólk flykkist í útiveru heimavið eða á nálægum útivistarsvæðum. Nærri flugvellinum eru miklar náttúruperlur á við Ægissíðuna, Fossvogsdalinn, Nauthólsvík og Öskjuhlíðina en linnulítil umferð óþarfa flugumferðar skerðir gæði þeirra verulega. Drunur frá flugvélum og þyrlum við flugtak og lendingu — eða bara í útsýnisflugi yfir borginni eins og dæmi eru um — brjóta upp gæðastundir íbúa eins og að vera úti í fjöru, á róló, á fótboltaæfingu, í göngutúr með hundinn eða að ditta að húsinu. Hávaðinn er truflandi og stundum ærandi. Áhrifin eru ekki síst á börn sem eiga sum erfitt með að einbeita sér eða leika í friði á útileiksvæðum og ekki má gleyma að neikvæð áhrif hávaðamengunar hverfa ekki þótt börn taki ekki eftir áreitinu. Sumstaðar er vart hægt að láta börn sofa úti við vegna þess að þau eru reglulega vakin af dynjandi hávaða frá flugumferð, með neikvæðum áhrifum á heilsu og vellíðan bæði barna og fullorðinna. Loftmengun – ósýnilegur skaðvaldur Hávaðamengunin er þó ekki eina vandamálið. Flugumferð veldur loftmengun sem hefur áhrif á heilsu íbúa. Þessi mengun safnast saman yfir hverfin og dregur úr loftgæðum í borgarlandslaginu. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir viðkvæma hópa eins og börn, aldraða, og þá sem eiga við heilsufarsvanda að stríða. Íbúar hafa áhyggjur af áhrifum loftmengunar á heilsu sína og umhverfi, en einnig á umhverfisáhrifin almennt þar sem flugið er stórtækur losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda. Aðventan undir fluglínum Núna er aðventan handan við hornið þar sem íbúar vilja njóta gæðastunda með fjölskyldum og vinum. Samkvæmt nýjustu mælingum jarðfræðinga má einnig vænta nýs eldgos á Reykjanesskaganum. Í fyrri gosum hafa þyrlufyrirtæki keppst við að selja þyrluferðir að gosunum, þetta hefur verið hálfgerð vertíð og eftirspurnin svo mikil að Reykjavíkurflugvöllur hefur varla ráðið við þessa starfsemisaukningu. Íbúar hafa kvartað sáran og sést það vel á aðsendum kvörtunum til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Jólasveinaskemmtanir og ýmsar uppákomur eins og tendrun ljósa á Oslóartrénu eru mikilvæg augnablik í lífi margra fjölskyldna. Íbúar eiga að geta haldið aðventuna hátíðlega án þess að þurfa að búast við viðvarandi slætti þyrluspaða. Þörf fyrir lausnir Það er ljóst að ástandið kallar á breyttar áherslur. Íbúar sem velja að búa í þessum hverfum gera það með þeim tilgangi að njóta borgarlífsins í sátt við umhverfi sitt. Þeir vilja ganga eða hjóla í stað þess að vera háðir bílum, en flugumferðin undirstrikar skort á samhæfðum lausnum sem stuðla að betri borgarumhverfi og lífsgæðum. Stjórnmálafólk og stjórn(endur) flugvallarins verða að taka tillit til þarfa og áhyggja íbúanna í stað þess að sniðganga þær í þágu annarra hagsmunahópa. Starfsemi flugvallarins verður að þróast í takt við daglegt líf íbúa, með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum á lífsgæði og lýðheilsu. Ráðafólk þarf að hlusta á raddir íbúa og íhuga hvernig höfuðborgarsvæðið getur orðið að mannvænna borgarumhverfi. Það krefst umræðu um að aðlaga starfsemi flugvallarins í samtali við íbúa. Reykjavíkurflugvöllur er sannarlega mikilvægur hluti innviða borgarinnar, en það má ekki koma niður á heilsu og lífsgæðum þeirra sem búa í nágrenni hans. Til að skapa betri framtíð fyrir alla þarf að tryggja opið samráð við íbúa sem búa í grennd við flugvöllinn. Höfundar eru meðlimir í samtökunum Hjóðmörk.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun