Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2024 19:02 Thelma Ósk Herbertsdóttir fyrir framan heimilið sitt sem varð eldsvoða að bráð. Vísir/Bjarni Tveggja barna móðir átti fótum sínum fjör að launa þegar að hún og fjölskylda hennar komust heil á húfi undan eldsvoða sem kom upp í íbúð þeirra um miðja nótt. Hún segir ótrúlega tilviljun hafa orðið til þess að þau komust öll lífs af. Eldur kom upp í Fensölum í Kópavogi aðfaranótt fyrsta nóvembers en altjón varð á íbúðinni. Upptökin voru í fjöltengi í sjónvarpsstofu heimilisins en litlu mátti muna að fjölskyldan sem bjó í íbúðinni hefði orðið eldinum að bráð. Tveggja barna móðir segir það ótrúlega tilviljun að eiginmaður hennar hafi vaknað. „Maðurinn minn er vanur að sofna yfir sjónvarpinu og horfa á einhverja gamla þætti en náði ekki að kasta úr símanum yfir á sjónvarpið. Þannig að hann fór bara upp í rúm. Og svo bara vitum við ekkert af hverju hann vaknar en hann vaknar og fer fram og þá er hurðin lokuð og það tekur bara við honum þykkur svartur reykur og hann sér ekki neitt, sér ekki hálfan metra fyrir framan sig,“ segir Thelma sem tekur fram að reykskynjarinn hafi ekki gefið frá sér hljóð. Önduðu að sér miklum reyk Að sögn Thelmu er það mjög ólíkt eiginmanni hennar að vakna um miðja nótt. „Hann vaknar aldrei. Það er alveg merkilegt, hvað vakti eiginlega yfir manni þessa nótt.“ Þegar hann vakti Thelmu tóku þau strax börnin, komu sér út og gerðu nágrönnum vart við. „Svo fer maðurinn minn bara með sjúkrabíl og ég og börnin með öðrum, hittumst upp á bráðamóttöku og þar fáum við súrefni og búin að anda að okkur miklum reyk. Reykskynjarinn var ekki uppi og við alltaf svona á leiðinni og á leiðinni að gera það. Það eru bara rándýr mistök að nenna ekki að setja upp reykskynjara eða vera alltaf á leiðinni í stað þess að taka nokkrar mínútur, skella honum upp og þá getur heimilið bjargast en líka líf þitt og barnanna þinna ef þú átt börn.“ Hún tekur fram að hún sé óviss um hvort hún hafi orðið fyrir vægri reykeitrun. Það gæti þó útskýrt hvers vegna hún var við það að detta út og sofna í sjúkrabílnum. Hún segist í raun muna lítið eftir nóttinni. Thelma vakti athygli á málinu á TikTok- reikningi sínum: @thelmaosk TAKIÐ FJÖLTENGI ÚR SAMBANDI YFIR NÓTTINA ❤️❤️🩹 FARIÐ YFIR TRYGGINGARNAR YKKAR OG SJÁIÐ HVERSU HÁ INNBÚSTRYGGINGIN YKKAR ER OG HÆKKIÐ HANA ❤️ ♬ original sound - Thelma Einnig áfall fyrir foreldra og systur hennar Hún hvetur fólk að hafa varann á, sérstaklega yfir hátíðirnar, slysin geri ekki boð á undan sér. „Passa fjöltengi og kannski þau sem eru með seríum í, taka þau úr sambandi og kerti og allt saman. Þetta skiptir svo rosalega miklum máli. Það er bara verið að tæma alla íbúðina, það er ekkert eftir, meira að segja ekki flísar inn á baði. Svo slæmt var þetta. Fjölskyldan manns, þetta er áfall fyrir þau líka, foreldrar mínir og systir komu upp á bráðamóttöku að sjá barnabörnin og tengdason og dóttir í þessu ástandi. Bara svona sótug í framan og allir í áfalli. Systir mín þurfti að fá áfallahjálp eins og við.“ Thelma og fjölskylda býr núna hjá fjölskyldu eiginmanns síns og munu þau verja jólunum þar. Hún kveðst mjög þakklát nágrönnum sínum, viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi og öllum þeim sem hafa stutt við hana og fjölskyldu hennar. „Ég hefði aldrei gert ráð fyrir því að þetta myndi gerast við mig eða nokkurn í kringum mig. Þú veist í rauninni aldrei og hvað það er stutt á milli. Við erum rosalega heppin með fjölskyldu og vini, það eru allir tilbúnir að hjálpa og hafa verið eins og klettar við bakið á okkur. Sjúkraflutningamennirnir, fólkið í slökkviliðinu og á bráðamóttökunni gerðu þetta bærilegt, þau gerðu þetta eðlilegt og venjulegt fyrir krakkanna.“ Kópavogur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Eldur kom upp í Fensölum í Kópavogi aðfaranótt fyrsta nóvembers en altjón varð á íbúðinni. Upptökin voru í fjöltengi í sjónvarpsstofu heimilisins en litlu mátti muna að fjölskyldan sem bjó í íbúðinni hefði orðið eldinum að bráð. Tveggja barna móðir segir það ótrúlega tilviljun að eiginmaður hennar hafi vaknað. „Maðurinn minn er vanur að sofna yfir sjónvarpinu og horfa á einhverja gamla þætti en náði ekki að kasta úr símanum yfir á sjónvarpið. Þannig að hann fór bara upp í rúm. Og svo bara vitum við ekkert af hverju hann vaknar en hann vaknar og fer fram og þá er hurðin lokuð og það tekur bara við honum þykkur svartur reykur og hann sér ekki neitt, sér ekki hálfan metra fyrir framan sig,“ segir Thelma sem tekur fram að reykskynjarinn hafi ekki gefið frá sér hljóð. Önduðu að sér miklum reyk Að sögn Thelmu er það mjög ólíkt eiginmanni hennar að vakna um miðja nótt. „Hann vaknar aldrei. Það er alveg merkilegt, hvað vakti eiginlega yfir manni þessa nótt.“ Þegar hann vakti Thelmu tóku þau strax börnin, komu sér út og gerðu nágrönnum vart við. „Svo fer maðurinn minn bara með sjúkrabíl og ég og börnin með öðrum, hittumst upp á bráðamóttöku og þar fáum við súrefni og búin að anda að okkur miklum reyk. Reykskynjarinn var ekki uppi og við alltaf svona á leiðinni og á leiðinni að gera það. Það eru bara rándýr mistök að nenna ekki að setja upp reykskynjara eða vera alltaf á leiðinni í stað þess að taka nokkrar mínútur, skella honum upp og þá getur heimilið bjargast en líka líf þitt og barnanna þinna ef þú átt börn.“ Hún tekur fram að hún sé óviss um hvort hún hafi orðið fyrir vægri reykeitrun. Það gæti þó útskýrt hvers vegna hún var við það að detta út og sofna í sjúkrabílnum. Hún segist í raun muna lítið eftir nóttinni. Thelma vakti athygli á málinu á TikTok- reikningi sínum: @thelmaosk TAKIÐ FJÖLTENGI ÚR SAMBANDI YFIR NÓTTINA ❤️❤️🩹 FARIÐ YFIR TRYGGINGARNAR YKKAR OG SJÁIÐ HVERSU HÁ INNBÚSTRYGGINGIN YKKAR ER OG HÆKKIÐ HANA ❤️ ♬ original sound - Thelma Einnig áfall fyrir foreldra og systur hennar Hún hvetur fólk að hafa varann á, sérstaklega yfir hátíðirnar, slysin geri ekki boð á undan sér. „Passa fjöltengi og kannski þau sem eru með seríum í, taka þau úr sambandi og kerti og allt saman. Þetta skiptir svo rosalega miklum máli. Það er bara verið að tæma alla íbúðina, það er ekkert eftir, meira að segja ekki flísar inn á baði. Svo slæmt var þetta. Fjölskyldan manns, þetta er áfall fyrir þau líka, foreldrar mínir og systir komu upp á bráðamóttöku að sjá barnabörnin og tengdason og dóttir í þessu ástandi. Bara svona sótug í framan og allir í áfalli. Systir mín þurfti að fá áfallahjálp eins og við.“ Thelma og fjölskylda býr núna hjá fjölskyldu eiginmanns síns og munu þau verja jólunum þar. Hún kveðst mjög þakklát nágrönnum sínum, viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi og öllum þeim sem hafa stutt við hana og fjölskyldu hennar. „Ég hefði aldrei gert ráð fyrir því að þetta myndi gerast við mig eða nokkurn í kringum mig. Þú veist í rauninni aldrei og hvað það er stutt á milli. Við erum rosalega heppin með fjölskyldu og vini, það eru allir tilbúnir að hjálpa og hafa verið eins og klettar við bakið á okkur. Sjúkraflutningamennirnir, fólkið í slökkviliðinu og á bráðamóttökunni gerðu þetta bærilegt, þau gerðu þetta eðlilegt og venjulegt fyrir krakkanna.“
Kópavogur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira