Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar 18. nóvember 2024 17:01 Sem fyrr er hörð samkeppni milli vinstri flokkanna um hver þeirra geti lofað mestu skattahækkununum fyrir kosningar, leynt sem ljóst. Flokkur fólksins gerir alvöru atlögu að titlinum með því að boða 90 milljarða árlega aukna skattheimtu af lífeyri landsmanna. Vill flokkurinn gera það með því að taka háan skatt af lífeyrisiðgjöldum launafólks. Launamenn munu þannig greiða skatt af tekjum sínum áratugum áður en þær koma til útborgunar. Sumir munu greiða skatt af tekjum sem þeir fá aldrei í vasann. Engin trygging er svo fyrir því að tekjurnar verði ekki skattlagðar aftur við útgreiðslu ef svona aðfarir hljóta stuðning. Nái þessar gripdeildir Flokks fólksins fram að ganga mun söfnun lífeyrisréttinda ganga hægar fyrir sig. Bæði vegna lægri innborgunar og þar með ávöxtunar þar til lífeyrisaldri er náð og þörf er á þessum tekjum. Þetta veikir afkomu eldri borgara, beint og óbeint, til langrar framtíðar. Sömuleiðis veikir þessi skattahækkun tryggingaverndina sem lífeyrisréttindi veita m.a. vegna örorku. Með því að eta útsæðið með þessum hætti rýrna einnig skatttekjur ríkisins til framtíðar. Þessi skattahækkun mun því, eins og margar slíkar aðrar, skila lægri skatttekjum þegar allt kemur til alls. Allir tapa. Ekki verður betur séð en Flokkur fólksins slái ekki bara met í skattheimtu með þessari tillögu heldur einnig öll met í skerðingu lífeyris og örorkubóta og veiki um leið getu ríkisvaldsins til að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Ef tryggja á fólki fæði, klæði og húsnæði er ekki gott að eta útsæði. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Sem fyrr er hörð samkeppni milli vinstri flokkanna um hver þeirra geti lofað mestu skattahækkununum fyrir kosningar, leynt sem ljóst. Flokkur fólksins gerir alvöru atlögu að titlinum með því að boða 90 milljarða árlega aukna skattheimtu af lífeyri landsmanna. Vill flokkurinn gera það með því að taka háan skatt af lífeyrisiðgjöldum launafólks. Launamenn munu þannig greiða skatt af tekjum sínum áratugum áður en þær koma til útborgunar. Sumir munu greiða skatt af tekjum sem þeir fá aldrei í vasann. Engin trygging er svo fyrir því að tekjurnar verði ekki skattlagðar aftur við útgreiðslu ef svona aðfarir hljóta stuðning. Nái þessar gripdeildir Flokks fólksins fram að ganga mun söfnun lífeyrisréttinda ganga hægar fyrir sig. Bæði vegna lægri innborgunar og þar með ávöxtunar þar til lífeyrisaldri er náð og þörf er á þessum tekjum. Þetta veikir afkomu eldri borgara, beint og óbeint, til langrar framtíðar. Sömuleiðis veikir þessi skattahækkun tryggingaverndina sem lífeyrisréttindi veita m.a. vegna örorku. Með því að eta útsæðið með þessum hætti rýrna einnig skatttekjur ríkisins til framtíðar. Þessi skattahækkun mun því, eins og margar slíkar aðrar, skila lægri skatttekjum þegar allt kemur til alls. Allir tapa. Ekki verður betur séð en Flokkur fólksins slái ekki bara met í skattheimtu með þessari tillögu heldur einnig öll met í skerðingu lífeyris og örorkubóta og veiki um leið getu ríkisvaldsins til að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Ef tryggja á fólki fæði, klæði og húsnæði er ekki gott að eta útsæði. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun