Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:31 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Innflytjendamál Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun