Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:17 Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fögur loforð eða efndir Stefnumál og áherslur flokka spanna breitt svið frá vinstri til hægri og allt þar á milli. Það eru fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni sem kalla á fjölbreyttar lausnir sem ekki er alltaf hægt að flokka í hólf vinstri eða hægri heldur hvort unnið er í þágu almannahagsmuna eða sérhagsmuna peningaaflanna. Reynslan sýnir að flokkar sem komast til valda missa oft sjónar á erindi sínu og efndum við kjósendur sína og stefnu. Margar eru nefndirnar og litlar eru efndirnar. Það á enginn neitt í pólitík Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt að gefa flokkum tækifæri á að sýna framá hvort þeim sé treystandi í það ábyrgðarhlutverk að stjórna landinu og koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Það er að sjálfsögðu vitað að alltaf þarf að málamiðla en forgangsmál og áherslur flokkanna skipta miklu þegar við göngum til kosninga. Ferilskrá síðustu ríkisstjórnar liggur fyrir þar sem margt hefur farið úrskeiðis og klúðrast sem bitnað hefur harkalega á kjörum almennings þó ekki sé allt sem gert hefur verið ómögulegt svo nokkurrar sanngirni sé gætt. En trúverðugleikinn er horfinn og því þurfa stjórnmálamenn að horfast í augu við það ef endurheimta á traust. Gefum Flokki fólksins tækifæri Flokkur fólksins var stofnaður af hugsjónakonunni Ingu Sæland sem fékk gott fólk með sér í lið til að berjast gegn fátækt og fyrir réttlæti fyrir þá sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Flokkur fólksins byggir á réttlæti og bættum kjörum almennings og byggðanna í landinu og boðar að allir fái sömu tækifæri óháð efnahag og búsetu. Flokkur fólksins vill að íbúar njóti auðlinda landsins til sjávar og sveita og berst gegn því að auðlindirnar safnist á fárra manna hendur eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Hverjir eru „alvöruflokkar“ Það er undirliggjandi hroki sumra gagnrýnenda að afgreiða suma flokka sem einsmálsflokka eða ekki „alvöruflokka“. Það er nauðsynlegt að byggja á fjölbreyttri flóru í stjórnmálum og allir hafa eitthvað til síns máls en enginn á neitt í pólitík því „verkin sína merkin“. Í stefnuáherslum Flokks fólksins er m.a. lögð áhersla á efnahagsmál, heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál, velferðarmál og auðlindamál, svo eitthvað sé nefnt. Eitt útilokar ekki annað og fjölbreyttur hópur frambjóðenda Flokks fólksins endurspeglar sterkar skoðanir þeirra á þjóðmálum, landi og þjóð til heilla. Flokkur fólksins er klár í ríkisstjórn Flokkur fólksins hefur vaxið á undanförnum árum og verið öflugur við að leggja fram þingmál til að bæta kjör almennings. Flokkurinn hefur haft áhrif með framgöngu sinni og hefur komið málum í framkvæmd sem snúa að kjörum almennings, aldraðra og öryrkja og þingmenn flokksins eru öflugir talsmenn sjávarbyggðanna í þingsal. Rödd Flokks fólksins á fullt erindi inn í næstu ríkisstjórn sem vonandi verður byggð á félagslegu réttlæti og almannahagsmunum og séð verði til þess að spillingu og sérhagsmunagæslu verði úthýst. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fögur loforð eða efndir Stefnumál og áherslur flokka spanna breitt svið frá vinstri til hægri og allt þar á milli. Það eru fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni sem kalla á fjölbreyttar lausnir sem ekki er alltaf hægt að flokka í hólf vinstri eða hægri heldur hvort unnið er í þágu almannahagsmuna eða sérhagsmuna peningaaflanna. Reynslan sýnir að flokkar sem komast til valda missa oft sjónar á erindi sínu og efndum við kjósendur sína og stefnu. Margar eru nefndirnar og litlar eru efndirnar. Það á enginn neitt í pólitík Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt að gefa flokkum tækifæri á að sýna framá hvort þeim sé treystandi í það ábyrgðarhlutverk að stjórna landinu og koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Það er að sjálfsögðu vitað að alltaf þarf að málamiðla en forgangsmál og áherslur flokkanna skipta miklu þegar við göngum til kosninga. Ferilskrá síðustu ríkisstjórnar liggur fyrir þar sem margt hefur farið úrskeiðis og klúðrast sem bitnað hefur harkalega á kjörum almennings þó ekki sé allt sem gert hefur verið ómögulegt svo nokkurrar sanngirni sé gætt. En trúverðugleikinn er horfinn og því þurfa stjórnmálamenn að horfast í augu við það ef endurheimta á traust. Gefum Flokki fólksins tækifæri Flokkur fólksins var stofnaður af hugsjónakonunni Ingu Sæland sem fékk gott fólk með sér í lið til að berjast gegn fátækt og fyrir réttlæti fyrir þá sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Flokkur fólksins byggir á réttlæti og bættum kjörum almennings og byggðanna í landinu og boðar að allir fái sömu tækifæri óháð efnahag og búsetu. Flokkur fólksins vill að íbúar njóti auðlinda landsins til sjávar og sveita og berst gegn því að auðlindirnar safnist á fárra manna hendur eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Hverjir eru „alvöruflokkar“ Það er undirliggjandi hroki sumra gagnrýnenda að afgreiða suma flokka sem einsmálsflokka eða ekki „alvöruflokka“. Það er nauðsynlegt að byggja á fjölbreyttri flóru í stjórnmálum og allir hafa eitthvað til síns máls en enginn á neitt í pólitík því „verkin sína merkin“. Í stefnuáherslum Flokks fólksins er m.a. lögð áhersla á efnahagsmál, heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál, velferðarmál og auðlindamál, svo eitthvað sé nefnt. Eitt útilokar ekki annað og fjölbreyttur hópur frambjóðenda Flokks fólksins endurspeglar sterkar skoðanir þeirra á þjóðmálum, landi og þjóð til heilla. Flokkur fólksins er klár í ríkisstjórn Flokkur fólksins hefur vaxið á undanförnum árum og verið öflugur við að leggja fram þingmál til að bæta kjör almennings. Flokkurinn hefur haft áhrif með framgöngu sinni og hefur komið málum í framkvæmd sem snúa að kjörum almennings, aldraðra og öryrkja og þingmenn flokksins eru öflugir talsmenn sjávarbyggðanna í þingsal. Rödd Flokks fólksins á fullt erindi inn í næstu ríkisstjórn sem vonandi verður byggð á félagslegu réttlæti og almannahagsmunum og séð verði til þess að spillingu og sérhagsmunagæslu verði úthýst. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins Norðvesturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun