Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 08:54 Það er óhætt að segja að fyrrverandi markamaskínan Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfari Wales sé hrifinn af Orra Steini, framherja íslenska landsliðsins Vísir/Samsett mynd Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, framherja Íslands og Real Sociedad. Segir að hann verði heimsþekktur á næstu fimm til sex árum. Bellamy er sjálfur fyrrverandi atvinnumaður. Framherji í ensku úrvalsdeildinni með liðum á borð við Liverpool, Manchester City og Newcastle United. Mikill markaskorari og það stendur ekki á svörum þegar að hann er beðinn um að koma með sitt álit á hinum tvítuga Orra Steini sem hefur gert sig gildandi með íslenska landsliðinu og samdi fyrir yfirstandandi tímabil við spænska úrvalsdeildarfélagið Real Sociedad. Klippa: Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra „Ég er mjög hrifinn,“ segir Bellamy aðspurður um álit sitt á Orra sem framherja í samtali við íþróttadeild. „Hann fékk þessi stóru félagsskipti til Real Sociedad. Hann hefur kannski ekki komist almennilega á flug þar hingað til. Hann mun gera það. Það mun gerast. Og þá tel ég að hann muni fara enn hærra. Ég trúi því að þessi ungi maður. Þessi ungi leikmaður muni á næstu fimm til sex árum verða heimsþekktur. Ég tel hann vera það góðan. Hann er á ákveðinni vegferð núna og er að standa sig mjög vel. Þetta er leikmaður sem ég fylgist mjög náið með. Ekki bara sökum leiks okkar við Ísland. Þetta gerist þegar að maður er mjög spenntur fyrir einhverjum leikmanni. Maður vill fylgjast með þróun hans. Sjá hversu langt hann mun ná. Orri er klárlega sú týpa af leikmanni.“ Leikur Wales og Íslands hefst klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Spænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Bellamy er sjálfur fyrrverandi atvinnumaður. Framherji í ensku úrvalsdeildinni með liðum á borð við Liverpool, Manchester City og Newcastle United. Mikill markaskorari og það stendur ekki á svörum þegar að hann er beðinn um að koma með sitt álit á hinum tvítuga Orra Steini sem hefur gert sig gildandi með íslenska landsliðinu og samdi fyrir yfirstandandi tímabil við spænska úrvalsdeildarfélagið Real Sociedad. Klippa: Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra „Ég er mjög hrifinn,“ segir Bellamy aðspurður um álit sitt á Orra sem framherja í samtali við íþróttadeild. „Hann fékk þessi stóru félagsskipti til Real Sociedad. Hann hefur kannski ekki komist almennilega á flug þar hingað til. Hann mun gera það. Það mun gerast. Og þá tel ég að hann muni fara enn hærra. Ég trúi því að þessi ungi maður. Þessi ungi leikmaður muni á næstu fimm til sex árum verða heimsþekktur. Ég tel hann vera það góðan. Hann er á ákveðinni vegferð núna og er að standa sig mjög vel. Þetta er leikmaður sem ég fylgist mjög náið með. Ekki bara sökum leiks okkar við Ísland. Þetta gerist þegar að maður er mjög spenntur fyrir einhverjum leikmanni. Maður vill fylgjast með þróun hans. Sjá hversu langt hann mun ná. Orri er klárlega sú týpa af leikmanni.“ Leikur Wales og Íslands hefst klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Spænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira