Handbolti

Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blær Hinriksson er algjör lykilmaður í liði Aftureldingar og var frábær í kvöld.
Blær Hinriksson er algjör lykilmaður í liði Aftureldingar og var frábær í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Afturelding varð í kvöld sjötta félagið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Afturelding vann þá fjögurra marka sigur í Olís deildar slag á móti HK í Kórnum.

Afturelding vann leikinn 28-24 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 14-13.

Blær Hinriksson var uppeldisfélagsinu sínu afar erfiður í kvöld. Hann skoraði fimm mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum og endaði leikinn með átta mörk. Ekkert marka hans komu úr vítaskotum.

Birgir Steinn Jónsson skoraði sex mörk og gaf þrjár stoðsendingar auk þess að Ihor Kopyshynskyi skoraði fjögur mörk. Einar Baldvin Baldvinsson varði líka mjög vel í markinu eða átján skot.

Sigurður Jefferson Guarino var atkvæðamestur hjá HK með átta mörk og Andri Þór Helgason skoraði fimm mörk.

Áður höfðu komust í átta liða úrslitin lið Hauka, ÍR, Stjörnunnar, KA og Fram.

Síðustu tveir leikir sextán liða úrslitanna verða ekki spilaðir fyrr en í desember en þar mætast lið Selfoss og FH annars vegar og lið Vals og Gróttu hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×