Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 09:17 Systir mín, 27 ára, ákvað nýlega að flytja með litlu fjölskyldu sína til Spánar. Hún fann þar sitt drauma nám og þau voru líka orðin þreytt á efnahagslegri óvissu á Íslandi, þar sem verðbólgan og hækkandi kostnaður hefur mikil áhrif á ungt fólk sem er byrjað að búa. Það er raunveruleiki sem við getum flest öll tengt við í núverandi ástandi. Í þessari dvöl hafa þau upplifað að þau fái frekari tækifæri til þess að njóta þess tíma sem þau hafa með börnunum, á meðan þau eru lítil. Þau hafa því ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim. Þau hafa ekki áhuga á því að tapa æskunni í þessu hamstrahjóli sem einkennir okkar samfélag vegna ótryggs efnahagsástands og ríkisstjórnar sem hefur lagt áherslu á sérhagsmunagæslu. Ég syrgi það auðvitað að þau séu flutt út, það var mikill missir fyrir mig persónulega. Ekki bara vegna þess að ég mun sakna hennar, heldur líka vegna þess að þau sjá ekki endilega farsæla framtíð á Íslandi vegna ástandsins. Það er erfitt að horfa á eftir fólki sem maður elskar finna betri tækifæri handan hafsins. Það sem mér finnst verst er að svo margir eins og hún eru að fara. Þegar menntað og metnaðarfullt fólk fer, missum við ekki bara hæfileika, heldur líka tækifæri - og það er okkar tap. Þetta er áminning um það að við verðum að bæta lífskjör ef við ætlum að vinna að því að fólk vilji vera hér, og velji Ísland sem framtíðarbúsetukost. Það er mikilvægt að við höldum okkar fólki hér heima. Þegar fólk eins og systir mín finnur sig í þeim raunveruleika að fá betri tækifæri og sanngjarnara lífsviðurværi erlendis, hefur það víðtæk áhrif á samfélagið okkar. Í þessum hópi er fólk uppfullt af drifkrafti og metnaði og ef við töpum því þá hefur það gífurleg áhrif á okkar samfélag, þar sem; mannekla í menntakerfi og heilbrigðiskerfi auk áskorana í nýsköpun bera hæst. Viðreisn stendur fyrir stefnu sem miðar að því að bæta hag barna og fjölskyldna, við ætlum að lækka verðbólgu og vexti með því að taka til í ríkisfjármálum. Við ætlum þannig að skapa öflugt og stöðugt efnahagsumhverfi. Við viljum að fólk eins og systir mín vilji vera hér, eða að minnsta kosti sjá hag sinn í því að koma aftur heim. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að skapa þeim örugg lífskjör. Viðreisn vill tryggja að fjölskyldur geti blómstrað hér heima, með betri aðstöðu fyrir börn, léttara heimilisbókhaldi og fjölbreyttari tækifærum. Þegar við bætum efnahagsumhverfið, lækkum verðbólgu og vexti, þá sköpum við ekki aðeins betri kjör fyrir núverandi kynslóð, heldur tryggjum við að fólk sé tilbúið að vera hér og byggja upp framtíðina með okkur. Ég vona að systir mín og fleiri fjölskyldur komi aftur heim þegar betur er á að lítast. Við þurfum að tryggja að efnahagsumhverfi Íslands verði sá staður þar sem fólkið okkar vill vera, búa og hafa tækifæri til að blómstra og njóta þess að ala hér upp sína fjölskyldu. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Systir mín, 27 ára, ákvað nýlega að flytja með litlu fjölskyldu sína til Spánar. Hún fann þar sitt drauma nám og þau voru líka orðin þreytt á efnahagslegri óvissu á Íslandi, þar sem verðbólgan og hækkandi kostnaður hefur mikil áhrif á ungt fólk sem er byrjað að búa. Það er raunveruleiki sem við getum flest öll tengt við í núverandi ástandi. Í þessari dvöl hafa þau upplifað að þau fái frekari tækifæri til þess að njóta þess tíma sem þau hafa með börnunum, á meðan þau eru lítil. Þau hafa því ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim. Þau hafa ekki áhuga á því að tapa æskunni í þessu hamstrahjóli sem einkennir okkar samfélag vegna ótryggs efnahagsástands og ríkisstjórnar sem hefur lagt áherslu á sérhagsmunagæslu. Ég syrgi það auðvitað að þau séu flutt út, það var mikill missir fyrir mig persónulega. Ekki bara vegna þess að ég mun sakna hennar, heldur líka vegna þess að þau sjá ekki endilega farsæla framtíð á Íslandi vegna ástandsins. Það er erfitt að horfa á eftir fólki sem maður elskar finna betri tækifæri handan hafsins. Það sem mér finnst verst er að svo margir eins og hún eru að fara. Þegar menntað og metnaðarfullt fólk fer, missum við ekki bara hæfileika, heldur líka tækifæri - og það er okkar tap. Þetta er áminning um það að við verðum að bæta lífskjör ef við ætlum að vinna að því að fólk vilji vera hér, og velji Ísland sem framtíðarbúsetukost. Það er mikilvægt að við höldum okkar fólki hér heima. Þegar fólk eins og systir mín finnur sig í þeim raunveruleika að fá betri tækifæri og sanngjarnara lífsviðurværi erlendis, hefur það víðtæk áhrif á samfélagið okkar. Í þessum hópi er fólk uppfullt af drifkrafti og metnaði og ef við töpum því þá hefur það gífurleg áhrif á okkar samfélag, þar sem; mannekla í menntakerfi og heilbrigðiskerfi auk áskorana í nýsköpun bera hæst. Viðreisn stendur fyrir stefnu sem miðar að því að bæta hag barna og fjölskyldna, við ætlum að lækka verðbólgu og vexti með því að taka til í ríkisfjármálum. Við ætlum þannig að skapa öflugt og stöðugt efnahagsumhverfi. Við viljum að fólk eins og systir mín vilji vera hér, eða að minnsta kosti sjá hag sinn í því að koma aftur heim. Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að skapa þeim örugg lífskjör. Viðreisn vill tryggja að fjölskyldur geti blómstrað hér heima, með betri aðstöðu fyrir börn, léttara heimilisbókhaldi og fjölbreyttari tækifærum. Þegar við bætum efnahagsumhverfið, lækkum verðbólgu og vexti, þá sköpum við ekki aðeins betri kjör fyrir núverandi kynslóð, heldur tryggjum við að fólk sé tilbúið að vera hér og byggja upp framtíðina með okkur. Ég vona að systir mín og fleiri fjölskyldur komi aftur heim þegar betur er á að lítast. Við þurfum að tryggja að efnahagsumhverfi Íslands verði sá staður þar sem fólkið okkar vill vera, búa og hafa tækifæri til að blómstra og njóta þess að ala hér upp sína fjölskyldu. Þetta þarf ekki að vera svona. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun