Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. nóvember 2024 06:02 Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun