Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:04 Björgvin Páll Gústavsson vildi ekki kenna neinum einum um tapað stig í kvöld. Vísir/Anton Brink Landsliðsmarkvörurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að það sé ekki annað hægt að segja en að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins eitt stig á móti stórliði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Valur og Vardar gerðu 34-34 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var búinn. Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „Mér fannst við vera með þennan leik og mér fannst þeir ekki vera neitt spes í kvöld. Akkúrat núna eru allir mjög pirraðir út í sjálfa sig inni í klefa og að hugsa um hvað þeir hefðu getað gert betur. Með betri einstaklingsframmistöðu hjá einstaka leikmönnum, þar á meðal mér, þá hefðum við bara átt að klára þetta.“ Sjálfur átti Björgvin engan stjörnuleik, en datt aðeins í gang um miðbik seinni hálfleiks. Hann endaði leikinn með 13 varin skot, þar af eitt víti. „Ég var bara aldrei almennilega í takt við leikinn. Þeir voru að komast svolítið í skot sem mér finnst erfitt að eiga við, en ég var meira að verja dauðafærin en hitt. Svo eru þeir líka bara góðir með góðar skyttur og ég var persónulega í vandræðum.“ „Ég horfi á þetta þannig að ef ég hefði átt stórleik í kvöld þá hefðum við unnið og ég held að við þurfum allir að líta þannig á þetta og líta í eigin barm. Það geta allir sagt að þeir hefðu átt að skora einu meira eða verja einu meira eða brjóta einu sinni í viðbót. Það er súrt að detta þannig út,“ bætti Björgvin við, en úrslitin þýða að Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náðu að brjóta í síðustu sókn Vardar. Kristófer Máni Jónasson gerðist hins vegar sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Þar af leiðandi fengu gestirnir vítakast þegar leiktíminn var liðinn og Kristófer Máni fékk að líta beint rautt spjald. Marko Srdanovic skoraði úr vítinu og tryggði gestunum stig. „Það eru allir með eitt eða tvö svona atvik í leiknum. Hvort sem það er á fyrstu eða síðustu mínútunni. Máni er stríðsmaður og einn af uppáhaldsgaurunum mínum og auðvitað leiðinlegt að hann þurfi að lenda í þessu. Þetta hefði aldrei komið til ef ég hefði varið tvo bolta í viðbót. Og ef ég hefði varið síðasta vítið þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Við erum lítið að pæla í síðasta atvikinu og meira leiknum í heild sinni.“ Hann segist þó ekki hafa nákvæmar skýringar á því af hverju Valsliðið náði ekki að klára leikinn eftir að hafa haft yfirhöndina nánast allan tímann. „Það var kannski smá reynsluleysi hjá okkur á meðan það er mikil reynsla hjá þeim. Þeir gerðu vel og voru klókir undir lokin. Voru að taka tíma af klukkunni og fiska okkur út af. Lágu eftir og voru klókir á meðan það vantaði kannski bara klókindi hjá okkur.“ „Við vorum eiginlega allan leikinn að taka eina til tvær slæma ákvarðanir á hverjum tíu mínútna kafla. Erum að skjóta tvisvar of snemma í yfirtölu og svo eru þetta þrjú eða fjögur augnablik sem eru að kosta okkur. Þetta var hörkuleikur og jafnt allan tímann, það eru þessi litlu atriði í þessum blessaða handbolta sem skipta svo miklu máli. Ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik með 5-6 mörkum ef allt hefði verið eðlilegt.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Valur og Vardar gerðu 34-34 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var búinn. Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „Mér fannst við vera með þennan leik og mér fannst þeir ekki vera neitt spes í kvöld. Akkúrat núna eru allir mjög pirraðir út í sjálfa sig inni í klefa og að hugsa um hvað þeir hefðu getað gert betur. Með betri einstaklingsframmistöðu hjá einstaka leikmönnum, þar á meðal mér, þá hefðum við bara átt að klára þetta.“ Sjálfur átti Björgvin engan stjörnuleik, en datt aðeins í gang um miðbik seinni hálfleiks. Hann endaði leikinn með 13 varin skot, þar af eitt víti. „Ég var bara aldrei almennilega í takt við leikinn. Þeir voru að komast svolítið í skot sem mér finnst erfitt að eiga við, en ég var meira að verja dauðafærin en hitt. Svo eru þeir líka bara góðir með góðar skyttur og ég var persónulega í vandræðum.“ „Ég horfi á þetta þannig að ef ég hefði átt stórleik í kvöld þá hefðum við unnið og ég held að við þurfum allir að líta þannig á þetta og líta í eigin barm. Það geta allir sagt að þeir hefðu átt að skora einu meira eða verja einu meira eða brjóta einu sinni í viðbót. Það er súrt að detta þannig út,“ bætti Björgvin við, en úrslitin þýða að Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náðu að brjóta í síðustu sókn Vardar. Kristófer Máni Jónasson gerðist hins vegar sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Þar af leiðandi fengu gestirnir vítakast þegar leiktíminn var liðinn og Kristófer Máni fékk að líta beint rautt spjald. Marko Srdanovic skoraði úr vítinu og tryggði gestunum stig. „Það eru allir með eitt eða tvö svona atvik í leiknum. Hvort sem það er á fyrstu eða síðustu mínútunni. Máni er stríðsmaður og einn af uppáhaldsgaurunum mínum og auðvitað leiðinlegt að hann þurfi að lenda í þessu. Þetta hefði aldrei komið til ef ég hefði varið tvo bolta í viðbót. Og ef ég hefði varið síðasta vítið þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Við erum lítið að pæla í síðasta atvikinu og meira leiknum í heild sinni.“ Hann segist þó ekki hafa nákvæmar skýringar á því af hverju Valsliðið náði ekki að klára leikinn eftir að hafa haft yfirhöndina nánast allan tímann. „Það var kannski smá reynsluleysi hjá okkur á meðan það er mikil reynsla hjá þeim. Þeir gerðu vel og voru klókir undir lokin. Voru að taka tíma af klukkunni og fiska okkur út af. Lágu eftir og voru klókir á meðan það vantaði kannski bara klókindi hjá okkur.“ „Við vorum eiginlega allan leikinn að taka eina til tvær slæma ákvarðanir á hverjum tíu mínútna kafla. Erum að skjóta tvisvar of snemma í yfirtölu og svo eru þetta þrjú eða fjögur augnablik sem eru að kosta okkur. Þetta var hörkuleikur og jafnt allan tímann, það eru þessi litlu atriði í þessum blessaða handbolta sem skipta svo miklu máli. Ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik með 5-6 mörkum ef allt hefði verið eðlilegt.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira